Körfubolti

NBA í nótt: Sigrar hjá New York-liðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Deron Williams, leikmaður Brooklyn.
Deron Williams, leikmaður Brooklyn. Mynd/AP
Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. New York Knicks og Brooklyn Nets unnu bæði sigra í sínum leikjum og virðast á góðu skriði.

Knicks vann Detroit, 121-100. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir heimamenn og Steve Novak átján. Hjá Detroit var Brandon Knight stigahæstur með 21 stig.

New York, sem hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan, er í öðru sæti Austurdeildarinnar með níu sigra í tólf leikjum.

Brooklyn er í þriðja sæti í austrinu en liðið hafði betur gegn Portland í gær, 98-85. Deron Williams skoraði fimmtán stig, gaf tólf stoðsendingar og varði fjögur skot. Joe Johnson var með 21 stig en Brooklyn hefur fimm leiki í röð á heimavelli sínum.

Wesley Matthews skoraði 20 stig og JJ Hickson var með nítján stig og tíu fráköst fyrir Portland.

Þá vann San Antonio sigur á Toronto, 111-106, í tvíframlengdum leik. Tony Parker var með 32 stig, þar af sex í seinni framlengingunni. Tim Duncan var með 26 stig.

Boston vann Orlando, 116-110, í framlengdri viðureign. Kevin Garnett var með 24 stig og tíu fráköst og Paul Pierce 23 stig. Rajon Rondo var hársbreidd frá þrefaldri tvennu en hann var með fimmtán stig, sextán stoðsendingar og níu fráköst.

Úrslit næturinnar:

Toronto - San Antonio 106-111

New York Knicks - Detroit 121-100

Brooklyn - Portland 98-85

Philadelphia - Phoenix 104-101

Orlando - Boston 110-116

Denver - New Orlenas 102-84

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×