Körfubolti

Derek Fisher gæti endaði í Dallas

Derek Fisher.
Derek Fisher. AP
Allar líkur eru á því að Derek Fisher muni leika með Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hinn þaulreyndi leikstjórnandi hefur ekki leikið með neinu liði frá því hann var með Oklahoma Thunders á síðustu leiktíð. Dallas er í vandræðum með leikstjórnanda stöðuna og Rick Carlisle þjálfari Dallas hefur óskað eftir því að fá hinn 38 ára gamla Fisher til að leysa tímabundin vandamál liðsins.

Dallas hefur ekki náð sér á strik á keppnistímabilinu og Dirk Nowitzk, aðalstjarna liðsins, hefur enn ekki leikið sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þjóðverjinn fór í aðgerð á hné og er hann enn að jafna sig.

Fisher hefur fimm sinnum fagnað sigri í NBA deildinni sem leikmaður LA Lakers. Hann var sendur til Houston Rockets í leikmannaskiptum í febrúar á þessu ári en hann lék aldrei með félaginu – og samdi þess í stað við Oklahoma.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×