Körfubolti

Lakers ræddi við Phil Jackson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
LA Lakers hefur staðfesta að forráðamenn félagsins ræddu í gær við Phil Jackson um þann möguleika um að taka aftur við þjálfun liðsins.

Jackson hætti fyrir einu og hálfu ári síðan og Mike Brown tók við. Sá síðarnefndi var rekinn á dögunum enda Lakers gengið illa í upphafi nýs tímabils í NBA-deildinni.

Kobe Bryant og Dwight Howard hafa báðir tjáð sig opinberlega um málið og segjast vilja spila undir stjórn Jackson, sem fór með Lakers-liðið sjö sinnum í lokaúrslit NBA-deildarinnar á ellefu árum og vann fimm titla.

„Ég tel að þetta sé bara spurning um hvort hann treysti heilsufarinu til að taka að sér þetta starf," sagði Bryant. „Hann er með fullkomnunaráráttu. Það vitum við allir. Ef hann treystir sér til að koma hingað og gera það sem þarf fyrir starfið þá tel ég að hann hafi áhuga."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×