Sport

Helgi heilahristinganna

Alex Smith fær hér höggið sem leiddi til heilahristingsins gegn St. Louis.
Alex Smith fær hér höggið sem leiddi til heilahristingsins gegn St. Louis.
Amerískur fótbolti er ekki íþrótt fyrir neinar veimiltítur. Leikmenn leggja líf og limi í hættu hverja helgi og stundum með skelfilegum afleiðingum. Fjölmargir leikmenn hafa meiðst illa í vetur og heilahristingarnir sem leikmenn hafa fengið í ár eru orðnir ansi margir.

Þeir voru þó óvenju margir um helgina þegar þrír leikstjórnendur fengu heilahristing sem og einn hlaupari.

Leikstjórnendurnir sem fengu heilahristing eru Alex Smith (49ers), Michael Vick (Eagles) og Jay Cutler (Bears). Fred Jackson hlaupari Bills fór einnig ringlaður af velli.

Eagles er þegar búið að afskrifa Vick í næsta leik en þeir Cutler og Smith spila á mánudag og gætu verið komnir í lag. Jackson fær að hvíla rétt eins og Vick.

Greint var frá því í dag að Smith hafi farið ansi seint af velli og hann var farinn að sjá allt í móðu er hann var tekinn af velli. Náði hann engu að síður að kasta einum snertimarksbolta í móðunni.

Mikil umræða hefur verið um meðferð NFL-leikmanna undanfarin ár og leikmannasamtökin berjast nú fyrir því að óháðir læknir meti þá eftir heilahristinga en ekki læknar félaganna.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×