Og lýkur hér Sturlunga sögu hinni nýju Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 15. nóvember 2012 13:27 Skáld Einar Kárason Mál og menning 2012 Með Skáldi, nýjustu sögu Einars Kárasonar, lýkur þríleik sem hófst með Óvinafagnaði árið 2001 og hélt áfram í Ofsa árið 2008. Sem fyrr eru atburðir og persónur úr Sturlungu undir. Í fyrsta bindinu var aðalpersónan Þórður kakali, Eyjólfur ofsi var í sögumiðju í Ofsa en í lokabindinu er það skáldið sjálft, Sturla Þórðarson, höfundur Íslendingasögu, sem er viðfangsefnið. Þegar sagan hefst hefur Sturla verið kallaður á fund Magnúsar lagabætis konungs. Hann leggur í þá ferð nauðugur ásamt tveimur öðrum íslenskum höfðingjum sem honum er mishlýtt til, en þeir verða skipreka í Færeyjum og þar dvelst skáldið lengi sögu. Saga Einars fylgir Sturlu frá þessari ferð og allt til æviloka. Á þessu tímabili ævinnar er hann að mestu laus við illdeilur og algerlega laus við bardaga og mannvíg. Sturla er kominn á efri ár og liggur á að skrifa þær bækur sem hann hefur dreymt um allt frá því hann sat við fótskör Snorra frænda síns í Reykholti og nam af honum ritlist og fræði. Lýsingarnar á rithöfundaskóla Snorra eru bráðsnjallar og skemmtilegar, gamli maðurinn verður í meðförum Einars að frumkvöðli í kennslu skapandi skrifa á Íslandi. Einar hefur lagt í miklar rannsóknir á Sturlungu, Íslendingasögum og skrifum fræðimanna um höfunda þeirra til undirbúnings sögunni. Sumt af niðurstöðum hans má lesa í nýjasta hefti Skírnis, meðal annars ítarlegan rökstuðning fyrir því að Sturla Þórðarson sé höfundur Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasagna. Ályktanir Einars um höfundskap einstakra Íslendingasagna eru haganlega ofnar inn í þessa sögu, sumar eru sannfærandi, aðrar síður eins og gengur. Einar breytir að nokkru leyti um frásagnaraðferð í þessari síðustu bók þríleiksins. Í fyrri bókunum tveimur valdi hann þá leið að eftirláta einstökum persónum orðið og láta þær lýsa öllum atburðum frá sínu sjónarhorni, oft á býsna ólíkan hátt eftir því hvaðan var horft. Þessi aðferð birtist líka í Skáldi, en þar er henni blandað saman við frásögn sögumanns í þriðju persónu, sögumanns sem stendur býsna nálægt höfundi sjálfum, að minnsta kosti í tíma. Raddir sögupersóna í þessari síðustu bók eru líka færri og einsleitari en áður, það fer minna fyrir sjónarhorni kvenna og aukapersóna sem oft dýpkuðu harminn í fyrri bókum þríleiksins. Þessar breytingar eru ekki alltaf vel heppnaðar og langflestir fegurstu og áhrifaríkustu kaflar bókarinnar eru einræður persóna. Hér verður þó að undanskilja lokakaflann sem er gullfallegur í einfaldleik sínum. Og fallegu kaflarnir eru fleiri. Myndin sem dregin er upp af Sturlu er sannfærandi og margslungin rétt eins og mynd bókanna allra af Sturlungaöldinni. Við sjáum hvernig mestu menn aldarinnar flækjast í net deilna, svika og hefnda, menn geta lent í fylkingu andspænis bestu vinum sínum og jafnvel fóstbræðrum og í þeim flókna hildarleik er enginn alsaklaus. Skáldið Sturla er einn þessara manna og skáldskapurinn er leið hans til að sættast við sjálfan sig og öldina sem fóstraði hann. Niðurstaða: Skáld er verðugur lokapunktur hinnar nýju Sturlungu Einars Kárasonar, sagan er sundurleitari en fyrri bækurnar tvær en bestu kaflarnir eru gerðir af meistarahöndum. Gagnrýni Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Skáld Einar Kárason Mál og menning 2012 Með Skáldi, nýjustu sögu Einars Kárasonar, lýkur þríleik sem hófst með Óvinafagnaði árið 2001 og hélt áfram í Ofsa árið 2008. Sem fyrr eru atburðir og persónur úr Sturlungu undir. Í fyrsta bindinu var aðalpersónan Þórður kakali, Eyjólfur ofsi var í sögumiðju í Ofsa en í lokabindinu er það skáldið sjálft, Sturla Þórðarson, höfundur Íslendingasögu, sem er viðfangsefnið. Þegar sagan hefst hefur Sturla verið kallaður á fund Magnúsar lagabætis konungs. Hann leggur í þá ferð nauðugur ásamt tveimur öðrum íslenskum höfðingjum sem honum er mishlýtt til, en þeir verða skipreka í Færeyjum og þar dvelst skáldið lengi sögu. Saga Einars fylgir Sturlu frá þessari ferð og allt til æviloka. Á þessu tímabili ævinnar er hann að mestu laus við illdeilur og algerlega laus við bardaga og mannvíg. Sturla er kominn á efri ár og liggur á að skrifa þær bækur sem hann hefur dreymt um allt frá því hann sat við fótskör Snorra frænda síns í Reykholti og nam af honum ritlist og fræði. Lýsingarnar á rithöfundaskóla Snorra eru bráðsnjallar og skemmtilegar, gamli maðurinn verður í meðförum Einars að frumkvöðli í kennslu skapandi skrifa á Íslandi. Einar hefur lagt í miklar rannsóknir á Sturlungu, Íslendingasögum og skrifum fræðimanna um höfunda þeirra til undirbúnings sögunni. Sumt af niðurstöðum hans má lesa í nýjasta hefti Skírnis, meðal annars ítarlegan rökstuðning fyrir því að Sturla Þórðarson sé höfundur Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasagna. Ályktanir Einars um höfundskap einstakra Íslendingasagna eru haganlega ofnar inn í þessa sögu, sumar eru sannfærandi, aðrar síður eins og gengur. Einar breytir að nokkru leyti um frásagnaraðferð í þessari síðustu bók þríleiksins. Í fyrri bókunum tveimur valdi hann þá leið að eftirláta einstökum persónum orðið og láta þær lýsa öllum atburðum frá sínu sjónarhorni, oft á býsna ólíkan hátt eftir því hvaðan var horft. Þessi aðferð birtist líka í Skáldi, en þar er henni blandað saman við frásögn sögumanns í þriðju persónu, sögumanns sem stendur býsna nálægt höfundi sjálfum, að minnsta kosti í tíma. Raddir sögupersóna í þessari síðustu bók eru líka færri og einsleitari en áður, það fer minna fyrir sjónarhorni kvenna og aukapersóna sem oft dýpkuðu harminn í fyrri bókum þríleiksins. Þessar breytingar eru ekki alltaf vel heppnaðar og langflestir fegurstu og áhrifaríkustu kaflar bókarinnar eru einræður persóna. Hér verður þó að undanskilja lokakaflann sem er gullfallegur í einfaldleik sínum. Og fallegu kaflarnir eru fleiri. Myndin sem dregin er upp af Sturlu er sannfærandi og margslungin rétt eins og mynd bókanna allra af Sturlungaöldinni. Við sjáum hvernig mestu menn aldarinnar flækjast í net deilna, svika og hefnda, menn geta lent í fylkingu andspænis bestu vinum sínum og jafnvel fóstbræðrum og í þeim flókna hildarleik er enginn alsaklaus. Skáldið Sturla er einn þessara manna og skáldskapurinn er leið hans til að sættast við sjálfan sig og öldina sem fóstraði hann. Niðurstaða: Skáld er verðugur lokapunktur hinnar nýju Sturlungu Einars Kárasonar, sagan er sundurleitari en fyrri bækurnar tvær en bestu kaflarnir eru gerðir af meistarahöndum.
Gagnrýni Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira