Fimm fræknir í jólaskapi 15. nóvember 2012 14:04 Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for christmas, Volumes 6-10 Jólaplötur eru órjufanlegur hluti af jólahátíðinni. Meðal fimm erlendra flytjenda sem eru í sérstöku jólaskapi í ár eru Rod Stewart, Sufjan Stevens og Cee-Lo.Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for christmas, Volumes 6-10Þetta er safn af fimm EP-jólaplötum sem sérvitringurinn Stevens hefur tekið upp frá 2006 til 2012. Meðal laga í boxinu er hið epíska, þrettán mínútna Christmas Unicorn sem fjallar um hversu markaðsmennskan í kringum jólin hefur farið illa með okkur. Sex ár eru liðin síðan Stevens gaf út jólaplötuna Songs For Christmas.Rod Stewart - Merry Christmas, BabyGamli refurinn Rod Stewart er að senda frá sér sína fyrstu jólaplötu. Meðal gestasöngvara eru Mary J. Blige, Michael Buble og Cee-Lo Green. Eitt nýtt lag er á plötunni, Red-suited Super Man, en hin eru sígild jólalög í nýjum búningi Stewart. Upptökustjóri er David Foster sem hefur áður tekið upp vinsælar jólaplötur með Josh Groban og Andrea Bocelli.Cee-Lo Green - Magic momentÞetta er fyrsta jólaplata rapparans Cee-Lo. Hann virðist hafa gert sérstakan jólasamning við Rod Stewart því söngvarinn kemur fram sem gestur á plötunni, rétt eins og Cee-Lo gerir á jólaplötu stewart. Aðrir gestir eru Christina Aguilera, Prúðuleikararnir og fleiri. Engin ný lög eru á plötunni, heldur gömul og góð jólalög.Lady Antbellum - On This Winter's NightÞetta er fyrsta jólaplata Lady Antbellum í fullri lengd. Þessi kántrípoppsveit, sem sankaði að sér Grammy-verðlaunum í fyrra, gaf fyrir tveimur árum út EP-jólaplötuna A Merry Little Christmas. Lady Antbellum nýtur mikillra vinsælda í Bandaríkjunum og hefur náð tveimur breiðskífum í efsta sæti bandaríska listans.Olivia Newton-John og John Travolta - This ChristmasOlivia Newton-John hefur gefið út þrjár jólaplötur á ferli sínum. Í þetta sinn er John Travolta henni við hlið en þau léku einmitt saman í söngvamyndinni Grease. Eitt lagið á This Christmas, I Think You Might Like It, mun einmitt vera framhald af, You're the One That I Want. Allur ágóði plötunnar rennur til góðgerðarmála og á meðal gesta eru Barbra Streisand og James Taylor. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jólaplötur eru órjufanlegur hluti af jólahátíðinni. Meðal fimm erlendra flytjenda sem eru í sérstöku jólaskapi í ár eru Rod Stewart, Sufjan Stevens og Cee-Lo.Sufjan Stevens - Silver & Gold: Songs for christmas, Volumes 6-10Þetta er safn af fimm EP-jólaplötum sem sérvitringurinn Stevens hefur tekið upp frá 2006 til 2012. Meðal laga í boxinu er hið epíska, þrettán mínútna Christmas Unicorn sem fjallar um hversu markaðsmennskan í kringum jólin hefur farið illa með okkur. Sex ár eru liðin síðan Stevens gaf út jólaplötuna Songs For Christmas.Rod Stewart - Merry Christmas, BabyGamli refurinn Rod Stewart er að senda frá sér sína fyrstu jólaplötu. Meðal gestasöngvara eru Mary J. Blige, Michael Buble og Cee-Lo Green. Eitt nýtt lag er á plötunni, Red-suited Super Man, en hin eru sígild jólalög í nýjum búningi Stewart. Upptökustjóri er David Foster sem hefur áður tekið upp vinsælar jólaplötur með Josh Groban og Andrea Bocelli.Cee-Lo Green - Magic momentÞetta er fyrsta jólaplata rapparans Cee-Lo. Hann virðist hafa gert sérstakan jólasamning við Rod Stewart því söngvarinn kemur fram sem gestur á plötunni, rétt eins og Cee-Lo gerir á jólaplötu stewart. Aðrir gestir eru Christina Aguilera, Prúðuleikararnir og fleiri. Engin ný lög eru á plötunni, heldur gömul og góð jólalög.Lady Antbellum - On This Winter's NightÞetta er fyrsta jólaplata Lady Antbellum í fullri lengd. Þessi kántrípoppsveit, sem sankaði að sér Grammy-verðlaunum í fyrra, gaf fyrir tveimur árum út EP-jólaplötuna A Merry Little Christmas. Lady Antbellum nýtur mikillra vinsælda í Bandaríkjunum og hefur náð tveimur breiðskífum í efsta sæti bandaríska listans.Olivia Newton-John og John Travolta - This ChristmasOlivia Newton-John hefur gefið út þrjár jólaplötur á ferli sínum. Í þetta sinn er John Travolta henni við hlið en þau léku einmitt saman í söngvamyndinni Grease. Eitt lagið á This Christmas, I Think You Might Like It, mun einmitt vera framhald af, You're the One That I Want. Allur ágóði plötunnar rennur til góðgerðarmála og á meðal gesta eru Barbra Streisand og James Taylor.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira