Körfubolti

Rondo gaf tuttugu stoðsendingar í sigri Celtics

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rajon Rondo jafnaði sinn mesta fjölda stoðsendinga í einum leik á tímabilinu í nótt.
Rajon Rondo jafnaði sinn mesta fjölda stoðsendinga í einum leik á tímabilinu í nótt. Nordicphotos/AFP
Rajon Rondo bætti upp fyrir fjarveru vegna meiðsla í síðasta leik í öruggum heimasigri Boston Celtics á Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Lokatölurnar urðu 107-89 en Rondo átti tuttugu stoðsendingar og jafnaði sinn mesta sendingafjölda á tímabilinu. Rondo skoraði einnig sex stig en stigahæstur var Jason Terry með 20 stig.

Celtics er í fimmta sæti austurdeildar eftir sigurinn (6/4) en Toronto í þriðja neðsta sæti (2/7).

Memphis Grizzlies situr á toppi vesturdeildar (8/1) eftir góðan útisigur á Charlotte Bobcats. Los Angeles Clippers er í öðru sæti (7/2) eftir þægilegan sigur á Chicago Bulls.

Önnur úrslit í nótt:

Washington Wizards 76-83 Utah Jazz

Charlotte 87-94 Memphis Grizzlies

Cleveland Cavaliers 95-103 Dallas Mavericks

Milwaukee Bucks 117-113 New Orleans Hornets

San Antonio Spurs 126-100 Denver Nuggets

Los Angeles Clippers 101-80 Chicago Bulls

Phoenix Suns 84-97 Miami Heat

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×