Körfubolti

Kobe Bryant: Sýnið smá þolinmæði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AP
Kobe Bryant og félagar hans í Los Angeles Lakers hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu í viðbót að hafa tapað öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu. Nýju stórstjörnurnar Steve Nash og Dwight Howard hafa því enn ekki unnið leik í Lakers-búningnum.

Þetta er annað árið í röð sem Kobe Bryant tapar fyrstu tveimur leikjunum með Lakers en í ár bjóst enginn við því eftir að liðið bætti við sig tveimur af öflugustu leikmönnum deildarinnar í sinni stöðu.

Kobe Bryant gerði lítið úr þeim sem hafa gagnrýnt Princeton-sóknina sem Mike Brown, þjálfari Lakers, er nú að innleiða hjá liðinu.

„Ég hef unnið eitthvað þannig að ég get sagt ykkur að þegja. Það er kannski erfiðara fyrir Mike þjálfara svo ég segi það líka fyrir hans hönd. Allir ættu bara að halda kjafti og leyfa okkur að vinna í friði," sagði Kobe Bryant.

„Það þurfa allir að aðlagast nýju sókninni því enginn í liðinu eru vanur að spila hana. Eðli Princeton-sóknarinnar er að allir fimm mennirnir á vellinum deili sviðsljósinu og vinni saman sem einn maður. Það tekur tíma að læra hana og sýnið því smá þolinmæði," sagði Bryant.

„Allir í LA hafa séð okkur vinna með sóknarleik sem var erfitt að læra (Þríhyrningssóknin) og til þess að ná þangað þurftum allir fimm leikmennirnir að komast á sömu blaðsíðu. Það sem hefur breyst er að í stað þess að það sé Phil Jackson sem er að þagga niður í efasemdaröddunum þá er það Mike Brown sem er að biðja um þolinmæði," sagði Bryant.

Kobe Bryant er með 26,0 stig og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Lakers-liðsins. Hann hefur núytt 62 prósent skota sinna en er búinn að tapa 9 boltum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×