Körfubolti

NBA í nótt: Chicago stöðvaði Orlando

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Iguodala í nýja Denver-búningnum.
Andre Iguodala í nýja Denver-búningnum. Mynd/AP
Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Chicago Bulls varð þá fyrsta liðið til að vinna Orlando Magic á tímabilinu.

Chicago vann, 99-93, og skoraði Bretinn Luol Deng 23 stig fyrir liðið - þar af fimmtán í seinni hálfleik.

Chicago sneri leiknum sér í vil með 15-2 spretti í síðari hálfleik. Joakim Noah skoraði 20 stig fyrir Chicago, tók níu fráköst og varði fimm skot.

Hjá Orlando var Arron Afflalo stigahæstur með 28 stig en E'Twaun Moore skoraði sautján.

Oklahoma City vann Toronto, 108-88. Russell Westbrook skoraði nítján stig þrátt fyrir axlarmeiðsli og Serge Ibaka kom næstur með sautján. Kevin Durant og Kevin Martin voru með fimmtán hvor.

Denver vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið lagði Detroit, 109-97.

Andre Iguodala skoraði sautján stig, þar af sex á síðustu þremur mínútum leiksins. Þetta var fyrsti heimaleikur Denver á tímabilinu og var frumsýndu leikmenn nýjan búning - sem er gulur.

Greg Monroe skoraði 27 stig fyrir Detroit sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Detroit og Washington eru einu lið deildarinnar sem hafa ekki unnið leik á tímabilinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×