Körfubolti

NBA í nótt: San Antonio tapaði fyrsta leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blake Griffin treður í leiknum í nótt.
Blake Griffin treður í leiknum í nótt. Mynd/AP
LA Lakers og San Antonio Spurs töpuðu bæði leikjum sínum í NBA-deildinni í nótt en þá fóru þrettán leikir fram.

San Antonio tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið mætti LA Clippers á útivelli. Lokatölur voru 106-84.

Blake Griffin var með 22 stig og tíu fráköst og DeAndre Jordan var skammt undan með 20 stig og ellefu fráköst.

Hjá San Antonio var Danny Green stigahæstur með tólf stig en Tim Duncan skoraði tíu stig. Liðið hafði unnið fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu sem var besta byrjunin í sögu félagsins.

Lakars tapaði fyrir Utah á útivelli, 95-86. Al Jefferson skoraði átján stig og Randy Faoy sautján, þar af fimmtán utan þriggja stiga línunnar.

Kobe Bryant skaut mikið í leiknum og skilaði það 29 stigum. Hann nýtti sjö af sautján skotum sínum í leiknum en Lakers hefur nú unnið aðeins einn af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Miami vann Brooklyn Nets, 103-73, en liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra heimaleiki sína sem er félagsmet. Dwayne Wade skoraði 22 stig og nýtti 10 af 14 skotum sínum í leinkum og ÞLeBron James var með 20 stig og tólf fráköst.

New York Knicks er nú eina ósigraða liðið í NBA-deildinni en liðið var eitt fárra liða í deildinni sem spilaði ekki í nótt.

Úrslit næturinnar:

Charlotte - Phoenix 110-117

Boston - Washington 100-94 (framlengt)

Atlanta - Indiana 89-86

Miami - Brooklyn 103-73

Milwaukee - Memphis 90-108

New Orleans - Philadelphia 62-77

Houston - Denver 87-93

Minnesota - Orlando 90-75

Dallas - Toronto 109-104

Utah - LA Lakers 95-86

Sacramento - Detroit 105-103

LA Clippers - San Antonio 106-84

Golden State - Cleveland 106-96

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×