Körfubolti

NBA í nótt: Durant góður í sigri Oklahoma City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Durant og Serge Ibaka verjast Joakim Noah í leiknum í nótt.
Durant og Serge Ibaka verjast Joakim Noah í leiknum í nótt. Mynd/AP
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þá unnu Oklahoma City og LA Clippers sigra í sínum leikjum.

Oklahoma City hafði betur gegn Chicago, 97-91. Kevin Durant skoraði 24 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta en hann gerði endanlega út um leikinn með körfu þegar 35 sekúndur voru til leiksloka.

Serge Ibaka var með 25 stig auk þess að taka níu fráköst. Russell Westbrook var með sextán stig og tólf fráköst.

Hjá Chicago var Luol Deng stigahæstur með 27 stig en Richard Hamilton var með 20 stig og átta fráköst.

Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í síðustu fjórum útileikjum gegn Chicago.

LA Clippers vann Portland, 103-90, einnig á útivelli. Jamal Crawford skoraði 25 stig fyrir Clippers og þeir De'Andre Jordan og Chris Paul 21 stig hvor.

Clippers náði 25 stiga forystu strax í fyrri hálfleik. Portland náði að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki.

Nicolas Batum skoraði 23 stig fyrir Portland en hann tók einnig níu fráköst í leiknum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×