Sigurjón og Christine ofurhlauparar ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 17:30 Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson. Mynd/Heimasíða FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ. Sigurjón Sigurbjörnsson er félagi númer 27 í 100 km félaginu og hann er Íslandsmethafi í 100 km hlaupi. Sigurjón tók þátt í heimsmeistaramóti í 100 km hlaupi í Sergeno á Norður Ítalíu 22. apríl. Sigurjón var elstur keppenda á mótinu en hann er 57 ára gamall. Mótið var jafnframt Evrópumeistaramót í 100 km hlaupi. Sigurjón lauk hlaupinu á 8.07.43 klukkutímum, varð númer 69 af 165 sem luku keppni í HM og í 56. sæti af 82 sem luku keppni í EM. Þessi árangur skilar Sigurjóni í 199 sæti á heimslistanum. Sigurjón er í fyrsta sæti á heimslista í aldursflokknum 55-59 ára og í öðru sæti af þeim sem eru 55 ára og eldri. Hann er í tíunda sæti á heimslista yfir þá sem eru 50 ára og eldri. Sigurjón á íslandsmet í 100 km hlaupi sem er 7.59.01 klukkustundir. Christine Bucholtz er félagi númer 30 í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á 23 klukkutímum og 30 mínútum. Christine lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320 km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar. Að lokum hljóp Christine Ultima Frontera í Andalúsíu á Spáni dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Það er 166 kílómetra langt hlaup í fjalllendi. Alls hófu fjórar konur hlaupið, tvær luku hlaupinu og sigraði Christine á rúmum 26 klukkutímum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ. Sigurjón Sigurbjörnsson er félagi númer 27 í 100 km félaginu og hann er Íslandsmethafi í 100 km hlaupi. Sigurjón tók þátt í heimsmeistaramóti í 100 km hlaupi í Sergeno á Norður Ítalíu 22. apríl. Sigurjón var elstur keppenda á mótinu en hann er 57 ára gamall. Mótið var jafnframt Evrópumeistaramót í 100 km hlaupi. Sigurjón lauk hlaupinu á 8.07.43 klukkutímum, varð númer 69 af 165 sem luku keppni í HM og í 56. sæti af 82 sem luku keppni í EM. Þessi árangur skilar Sigurjóni í 199 sæti á heimslistanum. Sigurjón er í fyrsta sæti á heimslista í aldursflokknum 55-59 ára og í öðru sæti af þeim sem eru 55 ára og eldri. Hann er í tíunda sæti á heimslista yfir þá sem eru 50 ára og eldri. Sigurjón á íslandsmet í 100 km hlaupi sem er 7.59.01 klukkustundir. Christine Bucholtz er félagi númer 30 í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á 23 klukkutímum og 30 mínútum. Christine lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320 km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar. Að lokum hljóp Christine Ultima Frontera í Andalúsíu á Spáni dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Það er 166 kílómetra langt hlaup í fjalllendi. Alls hófu fjórar konur hlaupið, tvær luku hlaupinu og sigraði Christine á rúmum 26 klukkutímum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira