Skartgripir fyrir vandláta 1. nóvember 2012 11:30 MYNDIR / NOX Nox er nýtt merki sem gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Jóhannes Ottósson hefur unnið að í að verða þrjú ár. Fyrstu tvær skartgripalínurnar hans eru komnar í sölu en hann lýsir þeim sem "alvöru skarti fyrir alvöru fólk". "Önnur línan er kvenmannslína og heitir Frostrósir. Hún samanstendur af eyrnalokkum og hálsmeni. Fallegir hlutir fyrir fallegar konur. Í hinni línunni, sem heitir Vættir, eru fjórir hringar. Þeir eru fyrir stóru herrana sem eru ekki hræddir við að sýna styrk sinn og mikilmennsku með alvöru skarti," segir Jóhannes. Skartgripirnir koma allar í sérsmíðuðum öskjum og ekkert er til sparað í umgjörð skartgripanna. Útvaldar verslanir fá vörurnar í sölu, svo sem stórfyrirtæki á borð við Epal, Ita og Reykjavík Walk en Jóhannes stendur í viðræðum við fleiri staði sem hann getur ekki greint frá strax. "Nox er merki hinna vandlátu, þar sem standardinn er hár og ekkert er til sparað. Skartgripirnir er einungis unnir úr hágæða málmum og eðalsteinum," segir Jóhannes. Hann er aldeilis enginn nýgræðingur í bransanum og leggur mikið upp úr vönduðum vörum og fallegu handbragði. "Árið 2001 flutti ég til Kaupmannahafnar, þar sem ég fór í grunndeild í gullsmíði við Københavns tekniske skole og vann með skólanum hjá gullsmiðnum Ruben Svart. Árið 2002 fékk ég svo samning hjá Ole Lynggaard sem er stærsti gullsmiður í Skandinavíu og hefur unnið mikið fyrir dönsku konungsfjölskylduna. Eftir sveinspróf haustið 2005, flutti ég til Flórens á Ítalíu og var þar í skartgripahönnunarnámi í sjö mánuði við Alchinía nýlistaskólann. Ég fór svo aftur til Danmerkur um sumarið 2006 og þá um haustið tók ég þátt í Danmerkur meistarakeppninni í gullsmíði og aftur boðin vinna hjá Ole Lynggaard," segir Jóhannes. Hann flutti aftur til Íslands árið 2010 og hefur meðal annars unnið í þrígang með Sigrúnu Lilju hjá Gyðja Collection. "Nýlistin hefur alltaf heillað mig og eru skemmtilegstu verkefnin þau þegar ég fæ færi á að blanda saman nýlist og smíði."Facebook-síða NoxHeimasíða Nox Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Nox er nýtt merki sem gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Jóhannes Ottósson hefur unnið að í að verða þrjú ár. Fyrstu tvær skartgripalínurnar hans eru komnar í sölu en hann lýsir þeim sem "alvöru skarti fyrir alvöru fólk". "Önnur línan er kvenmannslína og heitir Frostrósir. Hún samanstendur af eyrnalokkum og hálsmeni. Fallegir hlutir fyrir fallegar konur. Í hinni línunni, sem heitir Vættir, eru fjórir hringar. Þeir eru fyrir stóru herrana sem eru ekki hræddir við að sýna styrk sinn og mikilmennsku með alvöru skarti," segir Jóhannes. Skartgripirnir koma allar í sérsmíðuðum öskjum og ekkert er til sparað í umgjörð skartgripanna. Útvaldar verslanir fá vörurnar í sölu, svo sem stórfyrirtæki á borð við Epal, Ita og Reykjavík Walk en Jóhannes stendur í viðræðum við fleiri staði sem hann getur ekki greint frá strax. "Nox er merki hinna vandlátu, þar sem standardinn er hár og ekkert er til sparað. Skartgripirnir er einungis unnir úr hágæða málmum og eðalsteinum," segir Jóhannes. Hann er aldeilis enginn nýgræðingur í bransanum og leggur mikið upp úr vönduðum vörum og fallegu handbragði. "Árið 2001 flutti ég til Kaupmannahafnar, þar sem ég fór í grunndeild í gullsmíði við Københavns tekniske skole og vann með skólanum hjá gullsmiðnum Ruben Svart. Árið 2002 fékk ég svo samning hjá Ole Lynggaard sem er stærsti gullsmiður í Skandinavíu og hefur unnið mikið fyrir dönsku konungsfjölskylduna. Eftir sveinspróf haustið 2005, flutti ég til Flórens á Ítalíu og var þar í skartgripahönnunarnámi í sjö mánuði við Alchinía nýlistaskólann. Ég fór svo aftur til Danmerkur um sumarið 2006 og þá um haustið tók ég þátt í Danmerkur meistarakeppninni í gullsmíði og aftur boðin vinna hjá Ole Lynggaard," segir Jóhannes. Hann flutti aftur til Íslands árið 2010 og hefur meðal annars unnið í þrígang með Sigrúnu Lilju hjá Gyðja Collection. "Nýlistin hefur alltaf heillað mig og eru skemmtilegstu verkefnin þau þegar ég fæ færi á að blanda saman nýlist og smíði."Facebook-síða NoxHeimasíða Nox
Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira