Náttúran á gólf 22. október 2012 14:02 Gólfmotturnar eftir Sigrúnu Láru Shanko og Sigríði Ólafsdóttur eru á leið á erlendan markað. Hér heima fást þær í Epal og Kraum. mynd/pjetur Við hittumst fyrst á textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum. Sigga gekk með þann draum í maganum að búa til gólfmottur en hún lærði fínflosaðferð í Svíþjóð. Við stofnuðum saman fyrirtækið fyrir rúmu ári og samhliða því að standsetja húsnæðið unnum við hugmyndir og skissur. Við sýndum svo fyrstu motturnar í Epal á HönnunarMars 2012," útskýrir Sigrún Lára Shanko en hún rekur fyrirtækið Élivogar ásamt Sigríði Ólafsdóttur, textíl- og vöruhönnuði en þær hanna og framleiða gólfmottur úr hreinni, íslenskri ull. Boltinn fór strax að rúlla eftir HönnunarMars og í framhaldinu fengu þær stöllur umfjöllun í sænska Elle interiour og boð um þátttöku á hönnunarsýningu í Helsinki. Þá voru þær meðal topp tíu hönnuða á HönnunarMars að mati wgsn.com. "Motturnar sem fóru til Helsinki eru þar enn á sýningu á heimili íslenska sendiherrans þar. Þá erum við að vinna spennandi verkefni fyrir Hótel Rangá og fleiri aðilar hafa einnig haft samband. Þá er markaðssetning í útlöndum handan við hornið en við erum komnar með umboðsaðila í Bretlandi. Það er því margt spennandi í farvatninu," segir Sigrún. Munstrin á mottunum eru unnin upp úr loftmyndum og landakortum af Íslandi. Þær eru handunnar og því verður engin þeirra alveg eins. "Við handteiknum munstrið á vefinn sem er strengdur á ramma. Vélknúin nál festir þræðina en framleiðslan sjálf tekur um það bil 5 daga. Hver motta er númeruð svo hægt er að rekja sögu hennar, hvernig hún er unnin, af hverjum og hvaða litir eru í henni. Þannig getum við lagað mottu fyrir viðskiptavin með því að fletta upp númerinu. Eins er hægt að sérpanta hjá okkur aðra liti í eitthvert munstur eða koma með eigið munstur sem við hjálpum til við að þróa í mottu." Auk gólfmottanna hafa Sigrún og Sigríður hafið framleiðslu á sessum, sem þær kalla Piece of Iceland. "Við hugsum þær eins og þúfur sem hægt er að kippa með sér og setjast á úti. Við berum náttúrulegt latex undir svo þær taka ekki til sín raka. Ég veit ekki til þess að íslenska ullin hafi verið nýtt á þennan hátt áður," segir Sigrún. Nánar á www.elivogar.com og á facebook. HönnunarMars Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Við hittumst fyrst á textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum. Sigga gekk með þann draum í maganum að búa til gólfmottur en hún lærði fínflosaðferð í Svíþjóð. Við stofnuðum saman fyrirtækið fyrir rúmu ári og samhliða því að standsetja húsnæðið unnum við hugmyndir og skissur. Við sýndum svo fyrstu motturnar í Epal á HönnunarMars 2012," útskýrir Sigrún Lára Shanko en hún rekur fyrirtækið Élivogar ásamt Sigríði Ólafsdóttur, textíl- og vöruhönnuði en þær hanna og framleiða gólfmottur úr hreinni, íslenskri ull. Boltinn fór strax að rúlla eftir HönnunarMars og í framhaldinu fengu þær stöllur umfjöllun í sænska Elle interiour og boð um þátttöku á hönnunarsýningu í Helsinki. Þá voru þær meðal topp tíu hönnuða á HönnunarMars að mati wgsn.com. "Motturnar sem fóru til Helsinki eru þar enn á sýningu á heimili íslenska sendiherrans þar. Þá erum við að vinna spennandi verkefni fyrir Hótel Rangá og fleiri aðilar hafa einnig haft samband. Þá er markaðssetning í útlöndum handan við hornið en við erum komnar með umboðsaðila í Bretlandi. Það er því margt spennandi í farvatninu," segir Sigrún. Munstrin á mottunum eru unnin upp úr loftmyndum og landakortum af Íslandi. Þær eru handunnar og því verður engin þeirra alveg eins. "Við handteiknum munstrið á vefinn sem er strengdur á ramma. Vélknúin nál festir þræðina en framleiðslan sjálf tekur um það bil 5 daga. Hver motta er númeruð svo hægt er að rekja sögu hennar, hvernig hún er unnin, af hverjum og hvaða litir eru í henni. Þannig getum við lagað mottu fyrir viðskiptavin með því að fletta upp númerinu. Eins er hægt að sérpanta hjá okkur aðra liti í eitthvert munstur eða koma með eigið munstur sem við hjálpum til við að þróa í mottu." Auk gólfmottanna hafa Sigrún og Sigríður hafið framleiðslu á sessum, sem þær kalla Piece of Iceland. "Við hugsum þær eins og þúfur sem hægt er að kippa með sér og setjast á úti. Við berum náttúrulegt latex undir svo þær taka ekki til sín raka. Ég veit ekki til þess að íslenska ullin hafi verið nýtt á þennan hátt áður," segir Sigrún. Nánar á www.elivogar.com og á facebook.
HönnunarMars Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira