Sport Elítan: Hreyfing er lífsgæði - pistill frá Eddu Garðarsdóttur Edda Garðarsdóttir skrifar 23. október 2012 09:30 Edda Garðarsdóttir Útlitsdýrkun fer sjúklega í taugarnar á mér. Mér finnst margir byrja að rækta líkama sinn á röngum forsendum. Fólk fer oft af stað vegna þess að því langar að verða að einhverri stereótýpu klipptri út úr tímariti. Staðreyndin er sú að sjálfsímynd skuggalega margra er drifin áfram af auglýsingarekinni staðalímynda peningaplokksvél sem sefur aldrei. Sama hvaða miðil maður opnar þá eru þau allsstaðar, þeas. mátulega vöðvaði strákurinn með sixpakkinn og sjúklega mjóa vel málaða fyrirsætan með stóru brjóstin að bjóða allskonar töfralausnir á tilboði. Útlitið er yfirráðandi og þessi símötun á "fullkomna fólkinu" verður þess valdandi að fólk finnur sig ekki, sama hversu mikið það æfir eða hversu mikið það kaupir af allskyns varningi. Stundum sýgur þetta orkuna úr manni þegar álagið verður of mikið og þá er létt að fara í uppreisn og skella skuldinni á umhverfið þegar sálartetrið brotnar undir álaginu. Hreyfing er lífsgæði. Regluleg hreyfing hefur góð áhrif á heilsuna. Hún bætir andlega og líkamlega heilsu allra sem geta stundað hana (sumir eru fastir í fjötrum kyrrsetu vegna fötlunar/sjúkdóma), sama á hvaða aldri þeir eru og sama hvar úr þjóðfélaginu fólk kemur. Það er staðreynd. Auðvitað má gagnrýna hvaða íþrótt sem er þegar aðferðirnar eru farnar út í öfgar og almennrar skynsemi ekki gætt. Það ætti að vera það sem drífur okkur áfram í að koma okkur af stað, regluleg hreyfing er leiðin að bættri heilsu, á hverjum degi, líka á nammidögum. Betra þol, betri blóðþrýstingur, meiri kynhvöt, léttari lund, meiri styrkur, betra jafnvægi og meiri orka… bara dæmi um það sem breytist til betri vegar. Ef þessir hlutir eru í lagi þá eru lífsgæðin meiri. Maður þarf ekki að komast í gallabuxur í ákveðinni stærð fyrir ákveðinn tíma til að finnast maður vera nógu góður eða til að líða vel. Það er misskilningur. Heilsan á að vera númer 1, 2 og 3. Það er eitt sem er skylt þessu efni sem að tengist mér og mínu og fer í mínar fínustu. Þegar karlmenn standa sig vel í íþróttum er yfirleitt vísað til þess hversu góðir þeir voru, hvað þeir gerðu innanvallar að knýja fram sigur t.d. þegar Ronaldo er hrósað fyrir að vera hraður, teknískur leikmaður með frábæra skottækni. En þegar talað er um konur er oftar en ekki vísað til útlitisins, að þær eru meðal annars: glæsilegar, flottar, föngulegar, líta vel út, í góði formi, jafnvel suðrænar og seiðandi (Hólmfríður Magnúsdóttir á þennan síðasta). Auðvitað taka ekki allir miðlar þátt í svona vitleysu en því miður er þetta samt sem áður stór hluti af okkar umfjöllun. Það er eins og sumir haldi að aðalástæðan fyrir því að konur stundi íþróttir sé til að líta vel út. Það er misskilningur. Konur í afreksíþróttum æfa til að verða betri í sinni íþrótt. Þær vilja verða fljótari, nákvæmari, sterkari og sneggri, allt til að gagnast liðinu sínu/sjálfum sér sem best svo að þær geti nýtt hæfileika sína í keppni til hins ítrasta og farið með sigur af hólmi. Það þurfa þær að gera þó svo að þær vakni með ljótuna. Liðsfélagar mínir í kvennalandsliðinu í fótbolta eru allar stórglæsilegar og utan vallar má hrósa þeim fyrir línurnar og fyrir alíslenska fegurð. En á meðan leikar standa hæst að þá viljum við fá athygli og virðingu fyrir frammistöðu okkar á vellinum. Ekki gleyma því að við erum í þessu til að ná árangri og helst til að valta yfir andstæðinginn, það er skemmtilegast. Á fimmtudaginn munum við mæta Úkraínu í einvígi um sæti í lokakeppni stórmóts fyrir hönd Lands og þjóðar. Við viljum fá stuðning. Við viljum fá fólk á völlinn. Við viljum að það sé komið fram við okkur eins og eina af fremstu afreksíþróttamönnum þessa lands. Okkur dreymir um að fylla Laugardalsvöll. Hjálpið okkur að knýja fram sigur til að skrá okkur á spjöld sögunnar. Ísland – Úkraína á fimmtudagskvöldið kl. 18:30 á Laugardalsvelli. Kostar bara þúsundkall inn.Sport Elítan Fjarþjálfun : HeimasíðaSport Elítan Fjarþjálfun : Facebook síðaEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna:AlexanderPetersson (handknattleiksmaður)ArnarGrant (einkaþjálfari)AronEinarGunnarsson (knattspyrnumaður)Björgvin Páll Gústavsson (handknattleiksmaður)Edda Garðarsdóttir (knattspyrnukona)EinarHólmgeirsson (handknattleiksmaður)EinarIngiKristjánsson (einkaþjálfari)GeirGunnarMarkússon (næringarfræðingur)HelenaSverrisdóttir (körfuknattleikskona)HelgaMargrètÞorsteinsdóttir (frjálsíþróttakona)HelgiJónasGuðfinnsson (körfuknattleiksþjálfari)HermannHreiðarsson (knattspyrnumaður)HlynurBæringssson (körfuknattleiksmaður)IngimundurIngimundarson (handknattleiksmaður)JónArnórStefánsson (körfuknattleiksmaður)RagnhildurÞórðardóttir (einkaþjálfari)RúrikGíslason (knattspyrnumaður)SiljaÚlfarsdóttir (einkaþjálfari)StefánSölviPétursson (kraftlyftingarmaður)VilhjálmurSteinarsson (einkaþjálfari)YesmineOlsson (einkaþjálfari). Sport Elítan Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Útlitsdýrkun fer sjúklega í taugarnar á mér. Mér finnst margir byrja að rækta líkama sinn á röngum forsendum. Fólk fer oft af stað vegna þess að því langar að verða að einhverri stereótýpu klipptri út úr tímariti. Staðreyndin er sú að sjálfsímynd skuggalega margra er drifin áfram af auglýsingarekinni staðalímynda peningaplokksvél sem sefur aldrei. Sama hvaða miðil maður opnar þá eru þau allsstaðar, þeas. mátulega vöðvaði strákurinn með sixpakkinn og sjúklega mjóa vel málaða fyrirsætan með stóru brjóstin að bjóða allskonar töfralausnir á tilboði. Útlitið er yfirráðandi og þessi símötun á "fullkomna fólkinu" verður þess valdandi að fólk finnur sig ekki, sama hversu mikið það æfir eða hversu mikið það kaupir af allskyns varningi. Stundum sýgur þetta orkuna úr manni þegar álagið verður of mikið og þá er létt að fara í uppreisn og skella skuldinni á umhverfið þegar sálartetrið brotnar undir álaginu. Hreyfing er lífsgæði. Regluleg hreyfing hefur góð áhrif á heilsuna. Hún bætir andlega og líkamlega heilsu allra sem geta stundað hana (sumir eru fastir í fjötrum kyrrsetu vegna fötlunar/sjúkdóma), sama á hvaða aldri þeir eru og sama hvar úr þjóðfélaginu fólk kemur. Það er staðreynd. Auðvitað má gagnrýna hvaða íþrótt sem er þegar aðferðirnar eru farnar út í öfgar og almennrar skynsemi ekki gætt. Það ætti að vera það sem drífur okkur áfram í að koma okkur af stað, regluleg hreyfing er leiðin að bættri heilsu, á hverjum degi, líka á nammidögum. Betra þol, betri blóðþrýstingur, meiri kynhvöt, léttari lund, meiri styrkur, betra jafnvægi og meiri orka… bara dæmi um það sem breytist til betri vegar. Ef þessir hlutir eru í lagi þá eru lífsgæðin meiri. Maður þarf ekki að komast í gallabuxur í ákveðinni stærð fyrir ákveðinn tíma til að finnast maður vera nógu góður eða til að líða vel. Það er misskilningur. Heilsan á að vera númer 1, 2 og 3. Það er eitt sem er skylt þessu efni sem að tengist mér og mínu og fer í mínar fínustu. Þegar karlmenn standa sig vel í íþróttum er yfirleitt vísað til þess hversu góðir þeir voru, hvað þeir gerðu innanvallar að knýja fram sigur t.d. þegar Ronaldo er hrósað fyrir að vera hraður, teknískur leikmaður með frábæra skottækni. En þegar talað er um konur er oftar en ekki vísað til útlitisins, að þær eru meðal annars: glæsilegar, flottar, föngulegar, líta vel út, í góði formi, jafnvel suðrænar og seiðandi (Hólmfríður Magnúsdóttir á þennan síðasta). Auðvitað taka ekki allir miðlar þátt í svona vitleysu en því miður er þetta samt sem áður stór hluti af okkar umfjöllun. Það er eins og sumir haldi að aðalástæðan fyrir því að konur stundi íþróttir sé til að líta vel út. Það er misskilningur. Konur í afreksíþróttum æfa til að verða betri í sinni íþrótt. Þær vilja verða fljótari, nákvæmari, sterkari og sneggri, allt til að gagnast liðinu sínu/sjálfum sér sem best svo að þær geti nýtt hæfileika sína í keppni til hins ítrasta og farið með sigur af hólmi. Það þurfa þær að gera þó svo að þær vakni með ljótuna. Liðsfélagar mínir í kvennalandsliðinu í fótbolta eru allar stórglæsilegar og utan vallar má hrósa þeim fyrir línurnar og fyrir alíslenska fegurð. En á meðan leikar standa hæst að þá viljum við fá athygli og virðingu fyrir frammistöðu okkar á vellinum. Ekki gleyma því að við erum í þessu til að ná árangri og helst til að valta yfir andstæðinginn, það er skemmtilegast. Á fimmtudaginn munum við mæta Úkraínu í einvígi um sæti í lokakeppni stórmóts fyrir hönd Lands og þjóðar. Við viljum fá stuðning. Við viljum fá fólk á völlinn. Við viljum að það sé komið fram við okkur eins og eina af fremstu afreksíþróttamönnum þessa lands. Okkur dreymir um að fylla Laugardalsvöll. Hjálpið okkur að knýja fram sigur til að skrá okkur á spjöld sögunnar. Ísland – Úkraína á fimmtudagskvöldið kl. 18:30 á Laugardalsvelli. Kostar bara þúsundkall inn.Sport Elítan Fjarþjálfun : HeimasíðaSport Elítan Fjarþjálfun : Facebook síðaEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna:AlexanderPetersson (handknattleiksmaður)ArnarGrant (einkaþjálfari)AronEinarGunnarsson (knattspyrnumaður)Björgvin Páll Gústavsson (handknattleiksmaður)Edda Garðarsdóttir (knattspyrnukona)EinarHólmgeirsson (handknattleiksmaður)EinarIngiKristjánsson (einkaþjálfari)GeirGunnarMarkússon (næringarfræðingur)HelenaSverrisdóttir (körfuknattleikskona)HelgaMargrètÞorsteinsdóttir (frjálsíþróttakona)HelgiJónasGuðfinnsson (körfuknattleiksþjálfari)HermannHreiðarsson (knattspyrnumaður)HlynurBæringssson (körfuknattleiksmaður)IngimundurIngimundarson (handknattleiksmaður)JónArnórStefánsson (körfuknattleiksmaður)RagnhildurÞórðardóttir (einkaþjálfari)RúrikGíslason (knattspyrnumaður)SiljaÚlfarsdóttir (einkaþjálfari)StefánSölviPétursson (kraftlyftingarmaður)VilhjálmurSteinarsson (einkaþjálfari)YesmineOlsson (einkaþjálfari).
Sport Elítan Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira