Sport Elítan: Hvað getur styrktarþjálfun gert fyrir þig? Vilhjálmur Steinarsson skrifar 27. október 2012 09:30 Margir einstaklingar notast ekki við styrktarþjálfun og eru margar ástæður þar að baki. Sumum finnst það leiðinlegt á meðan aðrir einstaklingar vilja ekki verða massaðir. Ég tel að það sé hægt að finna leiðir sem hæfa öllum og að allir ættu að notast við styrktarþjálfun af einhverju tagi. Ávinningur þessarar iðju eru miklir en styrktarþjálfun er til í margskonar formi. Þú þarft að notast við einhvers konar mótstöðu, t.d. laus lóð, tæki, stangir, teygjur o.fl.1. Styrktarþjálfun ver bein- og vöðvamassa. Eftir vissan aldur, þá minnkar bein- og vöðvamassi um u.þ.b. 1% á ári. Þetta gerist hjá bæði körlum og konum og til þess að koma í veg fyrir þessa þróun, er viðhald á styrk og heilsu beina mjög mikilvæg og það er best að gera það í gegnum styrktarþjálfun.2. Styrktarþjálfun gerir þig sterkari og meira „fit" Það hljóta allir að vilja líta betur út, líka þeir sem líta vel út. Það er alltaf hægt að gera gott enn betra og ávinningur styrktarþjálfunar er bætt útlit og sjálfsmynd sem skilar sér í mjög mörgum tilfellum í aðra þætti lífsins, eins og t.d. vinnu/skóla og einkalíf.3. Styrktarþjálfun bætir marga aðra líkamlega þætti Ef þú stundar fjölbreytta þjálfun, segjum þolþjálfun í bland við styrktarþjálfun með lóðum eða öðrum búnaði, eru góðar líkur að þú náir að bæta samhæfingu líkamans og jafnvægi. Liðleiki getur aukist og líkamsstaða batnar. Með aldrinum verður þessi svokallaða hrörnun þegar líkaminn verður slappari og líkamsstaða verður verri. Hægt er að hægja á þessu ferli með styrktarþjálfun.4. Styrktarþjálfun getur haft jákvæð áhrif gegn mörgum sjúkdómum. Ávinningur styrktarþjálfunar er ekki aðeins útlitlslegur. Fólk þjáist af ýmsum sjúkdómum sem hægt er að halda niðri með réttri þjálfun og mataræði. Ef þú ert með gigt, þá er mögulegt að styrktarþjálfun gæti linað sársaukann. Ef þú ert með sykursýki, þá getur hæfileg þjálfun í bland við heilbrigðan lífstíl haldið blóðsykrinum í jafnvægi og aukið lífsgæðin. Til eru mörg önnur dæmi.5. Styrktarþjálfun eykur orku og bætir skap Daglega heyri ég af því þegar fólk talar um það að það afkasti miklu meira í vinnu og er ekki eins þreytt á daginn eftir að æfingar hófust. Þar sem veturinn er langur hjá okkur á klakanum, þá er mikið um þetta svokallaða skammdegisþunglyndi. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að styrktarþjálfun hefur jákvæð áhrif á fasið og getur einnig hjálpað þér að sofa betur.6. Styrktarþjálfun étur upp hitaeiningar Þennan þátt hef ég minnst á mjög oft. Með því að rífa almennilega í lóðin, þá brennir þú hitaeiningum á æfingunni og löngu eftir að þú hættir. Þú brennir mun meira heldur en að taka lautarferðina á hlaupabrettinu. Með lyftingum þá getur þú aukið efnaskipti og grunnbrennslu líkamans svo um munar.7. Styrktarþjálfun fyrir íþróttamenn Styrktarþjálfun er eitt það allra mikilvægsta tól sem íþróttamaður getur nýtt sér til þess að bæta frammistöðu. Það hlýtur að vera markmið allra íþróttamanna bæta frammistöðu og fyrirbyggja meiðsl. Með réttri álagsstjórnun og einstaklingsmiðuðum æfingum, þá getur þú bætt frammistöðu og lengt íþróttaferilinn með styrktarþjálfun, svo um munar. Byrjaðu að rífa í lóðin. Ef þér finnst það leiðinlegt, þá hvet ég þig til þess að finna þér aðferð sem hentar þér. Það eru til fjöldinn allur af aðferðum styrktarþjálfunar. Eitt að lokum, þú verður ekki massaður/mössuð á einni nóttu þó svo að lóðin séu þung!Sport Elítan Fjarþjálfun : HeimasíðaSport Elítan Fjarþjálfun : Facebook síðaEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna:AlexanderPetersson(handknattleiksmaður)ArnarGrant(einkaþjálfari)AronEinarGunnarsson(knattspyrnumaður)Björgvin Páll Gústavsson(handknattleiksmaður)Edda Garðarsdóttir(knattspyrnukona)EinarHólmgeirsson(handknattleiksmaður)EinarIngiKristjánsson(einkaþjálfari)GeirGunnarMarkússon(næringarfræðingur)HelenaSverrisdóttir(körfuknattleikskona)HelgaMargrètÞorsteinsdóttir(frjálsíþróttakona)HelgiJónasGuðfinnsson(körfuknattleiksþjálfari)HermannHreiðarsson(knattspyrnumaður)HlynurBæringssson(körfuknattleiksmaður)IngimundurIngimundarson(handknattleiksmaður)JónArnórStefánsson(körfuknattleiksmaður)RagnhildurÞórðardóttir(einkaþjálfari)RúrikGíslason(knattspyrnumaður)SiljaÚlfarsdóttir(einkaþjálfari)StefánSölviPétursson(kraftlyftingarmaður)VilhjálmurSteinarsson(einkaþjálfari)YesmineOlsson(einkaþjálfari). Sport Elítan Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Margir einstaklingar notast ekki við styrktarþjálfun og eru margar ástæður þar að baki. Sumum finnst það leiðinlegt á meðan aðrir einstaklingar vilja ekki verða massaðir. Ég tel að það sé hægt að finna leiðir sem hæfa öllum og að allir ættu að notast við styrktarþjálfun af einhverju tagi. Ávinningur þessarar iðju eru miklir en styrktarþjálfun er til í margskonar formi. Þú þarft að notast við einhvers konar mótstöðu, t.d. laus lóð, tæki, stangir, teygjur o.fl.1. Styrktarþjálfun ver bein- og vöðvamassa. Eftir vissan aldur, þá minnkar bein- og vöðvamassi um u.þ.b. 1% á ári. Þetta gerist hjá bæði körlum og konum og til þess að koma í veg fyrir þessa þróun, er viðhald á styrk og heilsu beina mjög mikilvæg og það er best að gera það í gegnum styrktarþjálfun.2. Styrktarþjálfun gerir þig sterkari og meira „fit" Það hljóta allir að vilja líta betur út, líka þeir sem líta vel út. Það er alltaf hægt að gera gott enn betra og ávinningur styrktarþjálfunar er bætt útlit og sjálfsmynd sem skilar sér í mjög mörgum tilfellum í aðra þætti lífsins, eins og t.d. vinnu/skóla og einkalíf.3. Styrktarþjálfun bætir marga aðra líkamlega þætti Ef þú stundar fjölbreytta þjálfun, segjum þolþjálfun í bland við styrktarþjálfun með lóðum eða öðrum búnaði, eru góðar líkur að þú náir að bæta samhæfingu líkamans og jafnvægi. Liðleiki getur aukist og líkamsstaða batnar. Með aldrinum verður þessi svokallaða hrörnun þegar líkaminn verður slappari og líkamsstaða verður verri. Hægt er að hægja á þessu ferli með styrktarþjálfun.4. Styrktarþjálfun getur haft jákvæð áhrif gegn mörgum sjúkdómum. Ávinningur styrktarþjálfunar er ekki aðeins útlitlslegur. Fólk þjáist af ýmsum sjúkdómum sem hægt er að halda niðri með réttri þjálfun og mataræði. Ef þú ert með gigt, þá er mögulegt að styrktarþjálfun gæti linað sársaukann. Ef þú ert með sykursýki, þá getur hæfileg þjálfun í bland við heilbrigðan lífstíl haldið blóðsykrinum í jafnvægi og aukið lífsgæðin. Til eru mörg önnur dæmi.5. Styrktarþjálfun eykur orku og bætir skap Daglega heyri ég af því þegar fólk talar um það að það afkasti miklu meira í vinnu og er ekki eins þreytt á daginn eftir að æfingar hófust. Þar sem veturinn er langur hjá okkur á klakanum, þá er mikið um þetta svokallaða skammdegisþunglyndi. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að styrktarþjálfun hefur jákvæð áhrif á fasið og getur einnig hjálpað þér að sofa betur.6. Styrktarþjálfun étur upp hitaeiningar Þennan þátt hef ég minnst á mjög oft. Með því að rífa almennilega í lóðin, þá brennir þú hitaeiningum á æfingunni og löngu eftir að þú hættir. Þú brennir mun meira heldur en að taka lautarferðina á hlaupabrettinu. Með lyftingum þá getur þú aukið efnaskipti og grunnbrennslu líkamans svo um munar.7. Styrktarþjálfun fyrir íþróttamenn Styrktarþjálfun er eitt það allra mikilvægsta tól sem íþróttamaður getur nýtt sér til þess að bæta frammistöðu. Það hlýtur að vera markmið allra íþróttamanna bæta frammistöðu og fyrirbyggja meiðsl. Með réttri álagsstjórnun og einstaklingsmiðuðum æfingum, þá getur þú bætt frammistöðu og lengt íþróttaferilinn með styrktarþjálfun, svo um munar. Byrjaðu að rífa í lóðin. Ef þér finnst það leiðinlegt, þá hvet ég þig til þess að finna þér aðferð sem hentar þér. Það eru til fjöldinn allur af aðferðum styrktarþjálfunar. Eitt að lokum, þú verður ekki massaður/mössuð á einni nóttu þó svo að lóðin séu þung!Sport Elítan Fjarþjálfun : HeimasíðaSport Elítan Fjarþjálfun : Facebook síðaEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna:AlexanderPetersson(handknattleiksmaður)ArnarGrant(einkaþjálfari)AronEinarGunnarsson(knattspyrnumaður)Björgvin Páll Gústavsson(handknattleiksmaður)Edda Garðarsdóttir(knattspyrnukona)EinarHólmgeirsson(handknattleiksmaður)EinarIngiKristjánsson(einkaþjálfari)GeirGunnarMarkússon(næringarfræðingur)HelenaSverrisdóttir(körfuknattleikskona)HelgaMargrètÞorsteinsdóttir(frjálsíþróttakona)HelgiJónasGuðfinnsson(körfuknattleiksþjálfari)HermannHreiðarsson(knattspyrnumaður)HlynurBæringssson(körfuknattleiksmaður)IngimundurIngimundarson(handknattleiksmaður)JónArnórStefánsson(körfuknattleiksmaður)RagnhildurÞórðardóttir(einkaþjálfari)RúrikGíslason(knattspyrnumaður)SiljaÚlfarsdóttir(einkaþjálfari)StefánSölviPétursson(kraftlyftingarmaður)VilhjálmurSteinarsson(einkaþjálfari)YesmineOlsson(einkaþjálfari).
Sport Elítan Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira