Tónlist

Heimsótti heimili goðsins

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nýkominn heim frá borginni Seattle þar sem hann tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling. Auk hans komu þar fram Apparat Organ Quartet og Sudden Weather Change, ásamt heimasveitinni The Redwood Plan.

Ásgeir Trausti notaði ferðina vel því hann fór einnig í viðtöl á útvarpsstöðinni KEXP og sjónvarpsstöðinni King 5 og tók lagið fyrir bandaríska hlustendur.



Hægt er að hlusta á flutning Ásgeirs Trausta hjá KEXP með því að smella hér.


Komið hefur fram að hinn sálugi Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana var í guðatölu hjá Ásgeiri Trausta þegar hann var að fikra sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og skoðaði húsið þar sem rokkarinn bjó áður en hann lést 1994.

Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur rokið út síðan hún kom út fyrir rúmum mánuði. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum en stutt er síðan Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, spáði því í samtali við Fréttablaðið að platan færi yfir tíu þúsund eintaka múrinn fyrir jólin. Það virðist ætla að ganga eftir og rúmlega það.

Hér fyrir ofan má sjá nýtt myndband þar sem Ásgeir Trausti flytur lagið Hljóða nótt. Fram undan hjá honum eru tónleikar með Snorra Helga á Græna hattinum 19. október. Í janúar heldur hann svo til Hollands þar sem hann spilar á bransahátíðinni Eurosonic.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.