Körfubolti

Derek Fisher gæti endað hjá LA Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Derek Fisher og Kobe Bryant.
Derek Fisher og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty
Derek Fisher er enn að leita sér að félagi í NBA-deildinni eftir að í ljós kom að hann yrði ekki áfram hjá Oklahoma City Thunder. Bandarískir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort þessi 38 ára gamli bakvörður fá tækifæri til að enda ferillinn hjá Los Angeles Lakers.

Los Angeles Lakers skipti Fisher til Houston Rockets í mars en hann spilaði aldrei fyrir Houston sem leyfði honum að fara. Fisher samdi síðan við Oklahoma City Thunder og leysti þar meiðsli bakvarðar liðsins.

Það er nóg af leikstjórnendum í liði Lakers í dag því liðið er með samninga við þá Steve Nash, Steve Blake og Chris Duhon auk þess að annars árs maðurinn Darius Morris lofar góðu. Það er því ekki pláss fyrir Derek Fisher nema ef Lakers losi sig við einhverja af fyrrnefndum leikmönnum.

Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að bæði Derek Fisher og forráðamenn Lakers hafi áhuga á því að semja og að vegna þess sé Lakers að reyna að bjóða öðrum félögum þá Steve Blake og Chris Duhon. Hvort það takist verður hinsvegar að koma í ljós.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×