Körfubolti

Timberlake og eiginkona Manning kaupa í Grizzlies

Timberlake er mikill körfuboltaáhugamaður. Hann er hér að taka leik við Woody Harrelson.
Timberlake er mikill körfuboltaáhugamaður. Hann er hér að taka leik við Woody Harrelson.
Það er uppgangur hjá NBA-liði Memphis Grizzlies eftir að Robert J. Pera keypti félagið á 350 milljónir. Hann mun formlega taka við félaginu í þessum mánuði er NBA-deildin samþykkir söluna.

Pera hefur verið að safna liði í kringum sig sem hefur fengið að kaupa litínn hlut í félaginu.

Á meðal þeirra sem Pera hefur fengið í starfið eru söngvarinn Justin Timberlake, Penny Hardaway, fyrrum NBA-leikmaður, og Ashley Manning sem er eiginkona Peyton Manning sem er leikstjórnandi Denver Broncos í NFL-deildinni.

Timberlake er frá Memphis sem og Hardaway. Manning-hjónin voru þar líka og giftu sig í Memphis árið 2001.

Peyton segist styðja eiginkonu sína í þessu nýja verkefni en sjálfur ætlar hann ekkert að skipta sér af málum í Memphis. Hann segist hafa nóg á sinni könnu í Denver.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×