Tónlist

Frumflytur ný Retro Stefson lög í Vasadiskó

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Vinsældir Retro Stefson hafa líklegast aldrei verið meiri en í ár. Snemma árs sló lagið Qween í gegn og nýverið sleppti sveitin laginu Glow lausu til að fylgja því eftir. Það liggur því í loftinu að næsta breiðskífa Retro Stefson, sem verður þeirra þriðja í röðinni, slái í gull. Sveitin hefur nú lokið vinnslu plötunnar og bíða liðsmenn eftir því að gripurinn skili sér úr framleiðslu. Þið sem getið varla beðið eftir því að heyra afurðina ættuð að stilla á X-ið 977 á sunnudag því Unnsteinn Manúel Stefánsson (söngvari og gítarleikari) mætir í þáttinn Vasadiskó til þess að frumflytja nokkur vel valin lög af gripnum.

Vasadiskó er í loftinu á milli kl. 15 - 17 á hverjum sunnudegi. Fylgist með tónlistarbloggi þáttarins á Fésbókinni sem uppfært er nær daglega með nýrri og spennandi tónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.