Körfubolti

Nýjasta NBA-höllin er tilbúin í Brooklyn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
NBA-körfuboltaliðið New Jersey Nets er nú orðið að Brooklyn Nets og spilar því ekki lengur heimaleiki sína í New Jersey heldur í Brooklyn í New York. Nýjasta NBA-höllin er Barclays Center í Brooklyn og hún er líka tilbúin.

Lesendur New York Post fengu að kíkja inn í nýjustu NBA-höllina á heimasíðu blaðsins í gær og það er hægt að sjá það myndband með því að smella hér fyrir ofan.

Barclays Center í Brooklyn er aðeins önnur nýja NBA-höllin á síðustu sjö árum en Amway Center í Orlando var tekin í notkun 2010. Barclays Center er glæsilegt mannvirki og mun taka 18.103 manns í sæti.

Barclays Center er byggð að hluta ofan á lestarstöð á Atlantic Avenue og það tekur aðeins rétt rúmar tuttugu mínútur að keyra milli Barclays Center og Madison Square Garden á Manhattan.

Fyrsti körfuboltaleikurinn í höllinni verður á milli Maryland Terrapins og Kentucky Wildcats. Jay-Z, minnihluta eigandi Brooklyn Nets, mun aftur á móti opna höllina formlega en hann verður með átta tónleika í höllinni frá 28. september til 5. október.

Fyrsti leikur Brooklyn Nets í Barclays Center verður leikur við Washington Wizards mánudaginn 15. október næstkomandi en sá leikur er hluti af undirbingstímbili NBA-liðanna. Fyrsti alvöru NBA-leikurinn verður 1. nóvember þegar nágrannarnir í New York Knicks koma í heimsókn.

Það kostaði einn milljarð Bandaríkjadala að byggja Barclays Center í Brooklyn en auk þess að taka 18.103 manns í sæti á NBA-leikjum munu 19 þúsund manns komast að á tónleikum og það verða ennfremur sæti fyrir 14.500 manns á íshokkíleikjum í höllinni.



http://www.youtube.com/watch?v=zxm56CKlgKM

Nýjasta NBA-höllin er tilbúin í Brooklyn

NBA-körfuboltaliðið New Jersey Nets er nú orðið að Brooklyn Nets og spilar því ekki lengur heimaleiki sína í New Jersey heldur í Brooklyn í New York. Nýjasta NBA-höllin er Barclays Center í Brooklyn og hún er líka tilbúin.

Lesendur New York Post fengu að kíkja inn í nýjustu NBA-höllina á heimasíðu blaðsins í gær og það er hægt að sjá það myndband með því að smella hér fyrir ofan.

Barclays Center í Brooklyn er aðeins önnur nýja NBA-höllin á síðustu sjö árum en Amway Center í Orlando var tekin í notkun 2010. Barclays Center er glæsilegt mannvirki og mun taka 18.103 manns í sæti.

Barclays Center er byggð að hluta ofan á lestarstöð á Atlantic Avenue og það tekur aðeins rétt rúmar tuttugu mínútur að keyra milli Barclays Center og Madison Square Garden á Manhattan.

Fyrsti körfuboltaleikurinn í höllinni verður á milli Maryland Terrapins og Kentucky Wildcats. Jay-Z, minnihluta eigandi Brooklyn Nets, mun aftur á móti opna höllina formlega en hann verður með átta tónleika í höllinni frá 28. september til 5. október.

Fyrsti leikur Brooklyn Nets í Barclays Center verður leikur við Washington Wizards mánudaginn 15. október næstkomandi en sá leikur er hluti af undirbingstímbili NBA-liðanna. Fyrsti alvöru NBA-leikurinn verður 1. nóvember þegar nágrannarnir í New York Knicks koma í heimsókn.

Það kostaði einn milljarð Bandaríkjadala að byggja Barclays Center í Brooklyn en auk þess að taka 18.103 manns í sæti á NBA-leikjum munu 19 þúsund manns komast að á tónleikum og það verða ennfremur sæti fyrir 14.500 manns á íshokkíleikjum í höllinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×