Haustgöngurnar að byrja í Stóru-Laxá? 3. september 2012 22:41 Veiðimaður mundar stöngina í Stóru-Laxá. Mynd / Björgólfur Hávarðsson Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði
Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði