Körfubolti

Ekki ódýrt að ganga í skóm LeBron James

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James getur alveg hoppað í nýju skónum.
LeBron James getur alveg hoppað í nýju skónum. Mynd/Nordic Photos/Getty
LeBron James er besti körfuboltamaður heims í dag. NBA-meistari, Ólympíumeistari, bestur í NBA-deildinni. Árið 2012 hefur verið magnað hjá kappanum og nýjust fréttirnar tengdar honum eru í kringum nýju skónna hans, LeBron X, sem eru á leiðinni á markað.

LeBron James er að sjálfsögðu með samning við Nike eins og fyrirmyndin hans Michael Jordan og skórnir eru væntanlega hannaðir í samvinnu við kappanna enda mun hans spila í þeim með Miami Heat á næsta tímabili. Það verður aftur á móti ekki ódýrt fyrir hinn almenna borgara að ganga í skóm LeBron James.





LeBron X skórnir munu kosta 315 dollara eða um 38 þúsund krónur íslenskar og það er því ólíklegt að við sjáum marga slíka skó á íslenskum körfuboltagólfum næsta vetur. Það er hætt við því að sá sem á 38 þúsund króna körfuboltaskó geymi hann frekar upp á hillu en ofan í tösku.

LeBron James notaði skónna í fyrsta sinn í úrslitaleik Bandaríkjanna og Spánar á Ólympíuleikunum í London og var þá með 19 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×