Körfubolti

Durant: Minn tími er núna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kevin Durant þarf að sigra félaga sinn LeBron James á leið sinni á toppinn.
Kevin Durant þarf að sigra félaga sinn LeBron James á leið sinni á toppinn. NORDIC PHOTOS / GETTY
Kevin Durant framherji Oklahoma City Thunder og stjarna kvikmyndarinnar Thunderstruck er orðinn leiður á því að heyra fólk segja að hans tími muni koma. Hann vill meina að hans tími sé núna.

Kevin Durant var að kynna fyrstu mynd sína, Thunderstruck, í Washington um helgina og var að því tilefni tekinn tali og auðvitað spurður út í NBA feril sinn auk frumraunarinnar á hvíta tjaldinu.

„Ég hef heyrt fólk nokkrum sinnum segja, eftir þrjú eða fjögur ár þá verður deildin þín. Mér líkar það ekki vegna þess að ég er full mótaður leikmaður núna. Minn tími er núna," sagði Durant.

„Mér finnst ég hafa sannað fyrir sjálfum mér síðustu fimm árin að ég geti verið einn besti leikmaður deildarinnar. Ég á nokkuð í land með að verða sá allra besti en mér finnst minn tími vera núna. Ég er farinn að nálgast hátind ferilsins," sagði Durant að lokum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×