Tónlist

Einstakir djasstónar

Franska hljómsveitin Limousine leikur tóna sem þykja einstök blanda af poppi og djassi.
Franska hljómsveitin Limousine leikur tóna sem þykja einstök blanda af poppi og djassi.
Dagskráin er vegleg á Reykjavík Jazz Festival í dag en hátíðin hófst á menningarnótt og stendur til fyrsta september.

Á Múlanum í Norræna húsinu byrjar tríó Magnusar Johannessen klukkan hálf átta í kvöld. Píanistinn og tónsmiðurinn Magnus frá Færeyjum spilar ásamt landa sínum Mikael Blak sem plokkar bassa og Snorra Sigurðarsyni sem blæs í trompet.

Franska hljómsveitin Limousine kemur fram í Iðnó og spilar tóna sem þykja einstök blanda af áhrifum poppstefnunnar og djassins. Fyrsta plata þeirra kom út árið 2005 og hafa þeir vakið athygli sem tónleikahljómsveit. Tónar þeirra hafa einnig hljómað í margverðlaunuðum kvikmyndum Bruno Dumont. Við sama tækifæri mun Haukur Gröndal frumflytja nokkur verk ásamt Guðmundi Péturssyni, Matthíasi Hemstock og Pétri Grétarssyni.

- hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.