Hannar á lítil höfuð 10. ágúst 2012 09:29 Thelma byrjaði að hanna hárböndin fyrir dóttur sína, Lilju Margréti. Mikil föndurkona Thelma Þorsteinsdóttir hannar hárbönd og húfur á litlar stelpur undir merkinu Líla Liríó sem er til komið á skemmtilegan hátt. Hún hefur haft áhuga á hönnun og föndri frá unga aldri. Thelma Þorsteinsdóttir hefur undanfarið ár hannað falleg hárbönd á litlar stelpur. "Þegar ég eignaðist dóttur fyrir um ári síðan fann ég ekki neitt sem mig langaði að punta hana með þannig að ég ákvað að gera þetta bara sjálf," segir Thelma aðspurð um tilkomu hönnunarinnar. Hún byrjaði að gera hárbönd og hárskraut fyrir Lilju Margréti, dóttur sína, en svo fóru mömmurnar í mömmuklúbbnum hennar Thelmu að biðja hana að gera skraut fyrir sínar dætur, þannig vatt þetta allt upp á sig. "Þetta varð strax vinsælt þannig að fleiri hafa líklega lent í því að finna ekkert hárskraut á litlu stelpurnar sínar. Ég nota aðallega satín og skraut sem ég kaupi sérstaklega fyrir þetta." Thelma stundaði nám í fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn þar til hún varð barnshafandi. "Ég kláraði námið ekki alveg en stefni á að gera það fljótlega. Ég veit bara ekki hvar í heiminum ég ætla að gera það en mér finnst best að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvísi. Ég hef alltaf verið ævintýramanneskja og þegar ég var yngri fór ég til dæmis alein í knattspyrnuskóla í Englandi og í þrjá mánuði til Miami í enskuskóla. Það verður bara enn meiri áskorun að fara á einhvern spennandi stað nú þegar ég á barn,"segir hún. Hönnun Thelmu kallast Líla Liríó en nafnið er vísun í nafn dótturinnar. "Litli frændi okkar kallaði Lilju alltaf Lílu og svo er spænska útgáfan af Lilja Liríó þannig að nafnið þýðir í raun LiljaLilja''. Ég ætlaði alltaf að breyta nafninu en það er orðið svolítið seint að gera það núna þegar þetta er orðið svolítið þekkt." Þegar Thelma var tíu ára saumaði hún sér náttbuxur sem hún gekk í meirihlutann af grunnskólaárum sínum. "Ég hef haft áhuga á hönnun og föndri frá unga aldri og ég hef alltaf verið að hanna og smíða eitthvað. Í dag sauma ég kjóla á sjálfa mig og geri hárskrautið en ég væri til í að leggja þetta fyrir mig og gera þetta að fullu starfi en hafa þetta ekki aðeins sem áhugamál eins og þetta er í dag." Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Mikil föndurkona Thelma Þorsteinsdóttir hannar hárbönd og húfur á litlar stelpur undir merkinu Líla Liríó sem er til komið á skemmtilegan hátt. Hún hefur haft áhuga á hönnun og föndri frá unga aldri. Thelma Þorsteinsdóttir hefur undanfarið ár hannað falleg hárbönd á litlar stelpur. "Þegar ég eignaðist dóttur fyrir um ári síðan fann ég ekki neitt sem mig langaði að punta hana með þannig að ég ákvað að gera þetta bara sjálf," segir Thelma aðspurð um tilkomu hönnunarinnar. Hún byrjaði að gera hárbönd og hárskraut fyrir Lilju Margréti, dóttur sína, en svo fóru mömmurnar í mömmuklúbbnum hennar Thelmu að biðja hana að gera skraut fyrir sínar dætur, þannig vatt þetta allt upp á sig. "Þetta varð strax vinsælt þannig að fleiri hafa líklega lent í því að finna ekkert hárskraut á litlu stelpurnar sínar. Ég nota aðallega satín og skraut sem ég kaupi sérstaklega fyrir þetta." Thelma stundaði nám í fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn þar til hún varð barnshafandi. "Ég kláraði námið ekki alveg en stefni á að gera það fljótlega. Ég veit bara ekki hvar í heiminum ég ætla að gera það en mér finnst best að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvísi. Ég hef alltaf verið ævintýramanneskja og þegar ég var yngri fór ég til dæmis alein í knattspyrnuskóla í Englandi og í þrjá mánuði til Miami í enskuskóla. Það verður bara enn meiri áskorun að fara á einhvern spennandi stað nú þegar ég á barn,"segir hún. Hönnun Thelmu kallast Líla Liríó en nafnið er vísun í nafn dótturinnar. "Litli frændi okkar kallaði Lilju alltaf Lílu og svo er spænska útgáfan af Lilja Liríó þannig að nafnið þýðir í raun LiljaLilja''. Ég ætlaði alltaf að breyta nafninu en það er orðið svolítið seint að gera það núna þegar þetta er orðið svolítið þekkt." Þegar Thelma var tíu ára saumaði hún sér náttbuxur sem hún gekk í meirihlutann af grunnskólaárum sínum. "Ég hef haft áhuga á hönnun og föndri frá unga aldri og ég hef alltaf verið að hanna og smíða eitthvað. Í dag sauma ég kjóla á sjálfa mig og geri hárskrautið en ég væri til í að leggja þetta fyrir mig og gera þetta að fullu starfi en hafa þetta ekki aðeins sem áhugamál eins og þetta er í dag."
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira