Lífræn lífsstílsverslun 10. ágúst 2012 20:30 Rakel hefur lengi haft áhuga á öllu náttúrulegu og heilsu tengdu, segir opnun verslunarinnar vera langþráðan draum að rætast hjá sér. Fréttablaðið/Stefán Rakel Húnfjörð lét drauminn rætast nú í júlí og opnaði umhverfisvænu lífsstílsverslunina Radísu í gömlu húsi í Hafnarfirði. "Það eru til nokkrar lífsstílsverslanir hérlendis en engin sem er eingöngu með umhverfisvæna hluti, svo Radísa er alveg ein sinnar tegundar," segir Rakel Húnfjörð sem opnaði verslunina Radísu í Hafnarfirði í júlí. Radísa er umhverfisvæn lífsstíls- og heilsuverslun með fjölbreytt úrval vara, allt frá barnavörum og fatnaði í snyrtivörur, skrautmuni og nytjavörur. "Þetta er svona ekta konubúð, þó karlar séu að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka," segir Rakel og hlær. Allar vörur verslunarinnar eru umhverfisvænar og mikið til endurunnar, endurvinnanlegar eða handgerðar og stór hluti þeirra er með Fair Trade sanngirnisvottun. "Með opnun Radísu er ég að láta langþráðan draum rætast. Ég er búin að vera mjög áhugasöm um allt svona náttúrulegt og heilsutengt frá því að miðjusonur minn, sem nú er 14 ára, fæddist. Hann fékk mikið í eyrun þegar hann var lítill svo ég ákvað að prófa að breyta mataræðinu heima fyrir og þá fór boltinn að rúlla," segir Rakel sem fór í kjölfarið í svokallað Naturopathic nutrition nám í Englandi þar sem hún lærði meira um þennan heim. Hún segir lífræna lífsstílinn vera orðinn að ástríðu hjá sér og hún hafi rosalega gaman af því að miðla reynslu sinni og þekkingu til annarra. "Þetta er svo æðislegur og æskilegur lífstíll og með honum finnst mér ég vera að leggja pínulítið á vogarskálina í átt að betri heimi. Þessi ástríða blundar alltaf í mér og ég losna ekkert við hana þó ég myndi vilja, sem ég geri samt ekki," bætir hún við og hlær. Rakel stendur sjálf á bak við búðarborðið í Radísu svo viðskiptavinir geta notað tækifærið og fengið alls kyns ráðleggingar og álit hjá henni á meðan þeir versla. Radísa er til húsa í litlu gömlu húsi að Strandgötu 17 í Hafnarfirði og er opin alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og frá 10 til 14 á laugardögum. "Þetta er alveg mega krúttleg búð. Hún er bara um tuttugu fermetrar sem er mjög passlegt fyrir svona verslun. Hún er eiginlega bara alveg fullkomin," segir Rakel að lokum. Matur Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp
Rakel Húnfjörð lét drauminn rætast nú í júlí og opnaði umhverfisvænu lífsstílsverslunina Radísu í gömlu húsi í Hafnarfirði. "Það eru til nokkrar lífsstílsverslanir hérlendis en engin sem er eingöngu með umhverfisvæna hluti, svo Radísa er alveg ein sinnar tegundar," segir Rakel Húnfjörð sem opnaði verslunina Radísu í Hafnarfirði í júlí. Radísa er umhverfisvæn lífsstíls- og heilsuverslun með fjölbreytt úrval vara, allt frá barnavörum og fatnaði í snyrtivörur, skrautmuni og nytjavörur. "Þetta er svona ekta konubúð, þó karlar séu að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka," segir Rakel og hlær. Allar vörur verslunarinnar eru umhverfisvænar og mikið til endurunnar, endurvinnanlegar eða handgerðar og stór hluti þeirra er með Fair Trade sanngirnisvottun. "Með opnun Radísu er ég að láta langþráðan draum rætast. Ég er búin að vera mjög áhugasöm um allt svona náttúrulegt og heilsutengt frá því að miðjusonur minn, sem nú er 14 ára, fæddist. Hann fékk mikið í eyrun þegar hann var lítill svo ég ákvað að prófa að breyta mataræðinu heima fyrir og þá fór boltinn að rúlla," segir Rakel sem fór í kjölfarið í svokallað Naturopathic nutrition nám í Englandi þar sem hún lærði meira um þennan heim. Hún segir lífræna lífsstílinn vera orðinn að ástríðu hjá sér og hún hafi rosalega gaman af því að miðla reynslu sinni og þekkingu til annarra. "Þetta er svo æðislegur og æskilegur lífstíll og með honum finnst mér ég vera að leggja pínulítið á vogarskálina í átt að betri heimi. Þessi ástríða blundar alltaf í mér og ég losna ekkert við hana þó ég myndi vilja, sem ég geri samt ekki," bætir hún við og hlær. Rakel stendur sjálf á bak við búðarborðið í Radísu svo viðskiptavinir geta notað tækifærið og fengið alls kyns ráðleggingar og álit hjá henni á meðan þeir versla. Radísa er til húsa í litlu gömlu húsi að Strandgötu 17 í Hafnarfirði og er opin alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og frá 10 til 14 á laugardögum. "Þetta er alveg mega krúttleg búð. Hún er bara um tuttugu fermetrar sem er mjög passlegt fyrir svona verslun. Hún er eiginlega bara alveg fullkomin," segir Rakel að lokum.
Matur Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp