Bolt: Ég er nær því að verða goðsögn Stefán Hirst Friðriksson skrifar 6. ágúst 2012 15:15 Bolt kemur fyrstur í mark í hlaupinu í gærkvöldi. Jamaíkamaðurinn Usain Bolt segist vera einu skrefi nær því að geta verið kallaður goðsögn eftir að hann varði Ólympíutitil sinn á stórkostlegan máta í 100 metra hlaupi í gærkvöldi. Bolt setti nýtt Ólympíumet í greininni en hann átti einnig gamla metið. „Þessi gullverðlaun þýða það að ég sé einu skrefi nær því að verða talinn goðsögn. Ég hef verið að vinna í því að fá þann titil og er þetta mikilvægt skref í því," sagði Bolt. Bolt sem á eftir að hlaupa í 200 metra hlaupinu er hann talinn lang sigurstranglegastur í hlaupinu. Bolt á einmitt heimsmetið í greininni sem eru 19,19 sekúndur, en hann setti metið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég á eftir að taka þátt í 200 metrunum og hlakka ég til þess. Ég hef verið að hugsa um heimsmetið í nokkur ár. Mér líður vel á hlaupabrautinni þessa dagana og er aldrei að vita hvort að ég eigi möguleika á því að bæta metið," sagði Bolt. Bolt var undir nokkurri gagnrýni í undanfara Ólympíuleikanna en hann hafði ekki verið upp á sitt besta síðustu mánuðina. „Það voru margir að segja að ég myndi ekki vinna 100 metra hlaupið. Það var frábær tilfinning að svara gagnrýnisröddunum á þennan máta og sanna það fyrir heiminum að ég sé ennþá númer eitt," bætti Bolt við. „Ég er ekki hættur. Ég á eftir að klára þessa Ólympíuleika og er ég einungis 26 ára gamall. Ég stefni á að taka þátt eftir fjögur ár þegar ég verð orðinn þrítugur. Yohan Blake, sem lenti í öðru sætinu núna verður þá 26 ára gamall og væntanlega á hátindi ferilsins þannig að það ætti að verða spennandi," sagði Usain Bolt að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt segist vera einu skrefi nær því að geta verið kallaður goðsögn eftir að hann varði Ólympíutitil sinn á stórkostlegan máta í 100 metra hlaupi í gærkvöldi. Bolt setti nýtt Ólympíumet í greininni en hann átti einnig gamla metið. „Þessi gullverðlaun þýða það að ég sé einu skrefi nær því að verða talinn goðsögn. Ég hef verið að vinna í því að fá þann titil og er þetta mikilvægt skref í því," sagði Bolt. Bolt sem á eftir að hlaupa í 200 metra hlaupinu er hann talinn lang sigurstranglegastur í hlaupinu. Bolt á einmitt heimsmetið í greininni sem eru 19,19 sekúndur, en hann setti metið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég á eftir að taka þátt í 200 metrunum og hlakka ég til þess. Ég hef verið að hugsa um heimsmetið í nokkur ár. Mér líður vel á hlaupabrautinni þessa dagana og er aldrei að vita hvort að ég eigi möguleika á því að bæta metið," sagði Bolt. Bolt var undir nokkurri gagnrýni í undanfara Ólympíuleikanna en hann hafði ekki verið upp á sitt besta síðustu mánuðina. „Það voru margir að segja að ég myndi ekki vinna 100 metra hlaupið. Það var frábær tilfinning að svara gagnrýnisröddunum á þennan máta og sanna það fyrir heiminum að ég sé ennþá númer eitt," bætti Bolt við. „Ég er ekki hættur. Ég á eftir að klára þessa Ólympíuleika og er ég einungis 26 ára gamall. Ég stefni á að taka þátt eftir fjögur ár þegar ég verð orðinn þrítugur. Yohan Blake, sem lenti í öðru sætinu núna verður þá 26 ára gamall og væntanlega á hátindi ferilsins þannig að það ætti að verða spennandi," sagði Usain Bolt að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Sjá meira