Enn rignir í Þýskalandi - Maldonado fljótastur 20. júlí 2012 13:42 Scumacher endaði í dekkjaveggnum og eyðilagði bílinn. nordicphotos/afp Pastor Maldonado á Williams-bíl var fljótastur um Hockenheim brautina í Þýskalandi á seinni æfingum fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Það ringdi enn í Þýskalandi þegar seinni æfingar dagsins hófust í hádeginu og setti strik í reikninginn fyrir keppnisliðin. Gert er ráð fyrir enn meiri rigningu á morgun þegar laugardagsæfingar fara fram og tímataka fyrir kappaksturinn. Liðin hafa ekki getað safnað þeim upplýsingum um brautina sem þau þurfa fyrir kappaksturinn verði brautin þurr á sunnudaginn. Takmarkaðar upplýsingar liðanna veit hins vegar á gott fyrir áhugamenn því kappaksturinn gæti reynst viðburðaríkur og óvæntur. Rigningin kom ekki í veg fyrir að ökumenn óku marga hringi. Brautin var þétt setin alla æfinguna. Undir lok hennar, þegar ökumenn þóttust vissir um hvar takmörkin lægju, fóru menn að aka útaf. Michael Schumacher var einn þeirra en hann fór of utarlega þegar hann kom út úr beygju 12, Mobil 1-beygjunni, með þeim afleiðingum að hann endaði í dekkjaveggnum. Æfingar fyrir þýska kappaksturinn halda áfram klukkan níu í fyrramálið og tímatökurnar eru klukkan 12:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pastor Maldonado á Williams-bíl var fljótastur um Hockenheim brautina í Þýskalandi á seinni æfingum fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Það ringdi enn í Þýskalandi þegar seinni æfingar dagsins hófust í hádeginu og setti strik í reikninginn fyrir keppnisliðin. Gert er ráð fyrir enn meiri rigningu á morgun þegar laugardagsæfingar fara fram og tímataka fyrir kappaksturinn. Liðin hafa ekki getað safnað þeim upplýsingum um brautina sem þau þurfa fyrir kappaksturinn verði brautin þurr á sunnudaginn. Takmarkaðar upplýsingar liðanna veit hins vegar á gott fyrir áhugamenn því kappaksturinn gæti reynst viðburðaríkur og óvæntur. Rigningin kom ekki í veg fyrir að ökumenn óku marga hringi. Brautin var þétt setin alla æfinguna. Undir lok hennar, þegar ökumenn þóttust vissir um hvar takmörkin lægju, fóru menn að aka útaf. Michael Schumacher var einn þeirra en hann fór of utarlega þegar hann kom út úr beygju 12, Mobil 1-beygjunni, með þeim afleiðingum að hann endaði í dekkjaveggnum. Æfingar fyrir þýska kappaksturinn halda áfram klukkan níu í fyrramálið og tímatökurnar eru klukkan 12:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira