Sport

David Haye rotaði Chisora

Fyrir bardagann í kvöld. Haye horfir yfir á Chisora.
Fyrir bardagann í kvöld. Haye horfir yfir á Chisora.
Einn umdeildasti hnefaleikabardagi síðari ára fór fram á Upton Park, heimavelli West Ham í kvöld. Þar tókust á Bretarnir David Haye og Dereck Chisora í þungavigt. Hvorugur er með hnefaleikaleyfi og bardaginn því ekki viðurkenndur af neinu alvöru hnefaleikasambandi. Bardaginn vakti þó mikinn áhuga og var víða sýndur.

David Haye, sem lagði hanskana á hilluna fyrir ári síðan, vann bardagann með rothöggi í fimmtu lotu. Eftir rólega upphafslotu æstust leikar.

Haye þó alltaf mun sterkari. Hann sló Chisora niður þegar rúmlega hálf mínúta var eftir af 5. lotu. Chisora stóð upp en Haye náði honum aftur niður áður en lotan endaði. Chisora rétt skreið á lappir en dómarinn stöðvaði bardagann.

Þeir félagar settu líklega heimsmet í að rífa kjaft fyrir bardagann en voru hinir bestu mátar eftir hann. Um 30 þúsund manns mættu á Upton Park í kvöld.

"Chisora er harður og borðaði höggin mín. Hann át högg sem ég hefði rotað aðra með. Ég þurfti að hafa meira fyrir þessu en ég átti von á," sagði Haye eftir bardagann en hann vill meira og skorar Vitali Klitschko á hólm.

"Ég sendi út hræðileg skilaboð í kvöld og ég er ekki viss um að Vitali Klitschko þori í mig. Ef hann ætlar ekki að flýja, hætta eða fara í pólitík þá er ég til í að slást."



Einn umdeildasti hnefaleikabardagi síðari ára fór fram

á Upton Park, heimavelli West Ham í kvöld. Þar tókust

á Bretarnir David Haye og Dereck Chisora.

Hvorugur er með hnefaleikaleyfi og bardaginn því ekki

viðurkenndur af neinu alvöru hnefaleikasambandi.

Bardaginn vakti þó mikinn áhuga og var víða sýndur.

David Haye, sem lagði hanskana á hilluna fyrir ári

síðan, vann bardagann með rothöggi í fimmtu lotu.

Eftir rólega upphafslotu æstust leikar.

Haye þó alltaf mun sterkari. Hann sló Chisora niður

þegar rúmlega hálf mínúta var eftir af 5. lotu.

Chisora stóð upp en Haye náði honum aftur niður áður

en lotan endaði. Chisora rétt skreið á lappir en

dómarinn stöðvaði bardagann.

Þeir félagar settu líklega heimsmet í að rífa kjaft

fyrir bardagann en voru hinir bestu mátar eftir hann.

Um 30 þúsund manns mættu á Upton Park í kvöld.

"Chisora er harður og borðaði höggin mín. Hann át högg

sem ég hefði rotað aðra með. Ég þurfti að hafa meira

fyrir þessu en ég átti von á," sagði Haye eftir

bardagann en hann vill meira og skorar Vitali

Klitschko á hólm.

"Ég sendi út hræðileg skilaboð í kvöld og ég er ekki

viss um að Vitali Klitschko þori í mig. Ef hann ætlar

ekki að flýja, hætta eða fara í pólitík þá er ég til í

að slást."

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×