Sport

Bætir Kári Steinn Íslandsmetið í götuhlaupi á Akureyri?

Kári Steinn Karlsson.
Kári Steinn Karlsson. HAG
Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í maraþonhlaupi karla, stefnir að því að slá brautarmetið á Íslandsmeistaramótinu í 10 km. götuhlaupi sem fram fer á Akureyri fimmtudaginn 5. Júlí. Það er Ungmennafélag Akureyrar sem hefur umsjón með Íslandsmeistaramótinu sem er hluti af dagskrá Akureyrarhlaups UFA, Átaks og Íslenskra verðbréfa.

Hlaupið hefst kl. 20.00 og verður spennandi að sjá hvort Ólympíufarinn Kári Steinn nái að bæta Íslandsmet Jóns Diðrikssonar sem er frá árinu 1983, en Jón hljóp 10 km. á 30,11 mín. Brautin á Akureyri er flöt og hröð að sögn mótshaldara og er hún tilvalin fyrir hlaupara að bæta árangur sinn.

Keppt er í þremur vegalengdum 5 km., 10 km. og 21 km. hlaupi.

Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir þann sem nær að bæta Íslandsmet. Fimm daga æfingabúðir fyrir þrjá einstaklinga á Akureyri. Innifalið í því er flug, gisting í hótelíbúðum, matur á RUB 23 og Greifanum, æfingaaðstaða í Átaki og á Bjargi, áasmt nuddi í Aqua Spa.

Sportver, Greifinn og Central hostel gefa verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í kvenna og karlaflokki í þessum vegalengdum og fjöldi útdráttarverðlauna verða frá Átaki og fyrrnefndum fyrirtækjum.

Ræst verður við líkamsræktarstöðina Átak og þar er glæsileg búnings og sturtuaðstaða fyrir hlaupara.

Líkamsræktin Bjarg býður fría gistiaðstöðu fyrir þá sem koma langt að.

Skráning á hlaup.is upplýsingar á akureyrarhlaup.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×