Körfubolti

Deron Williams samdi við Brooklyn Nets - fær 100 milljónir dollara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deron Williams.
Deron Williams. Mynd/Nordicphotos/Getty
Deron Williams, leikstjórnandinn snjalli, er búinn að taka ákvörðun um að spila áfram með Nets í NBA-deildinni í körfubolta í stað þess að fara til Dallas Mavericks sem sóttist eftir þjónustu hans. Williams fær 100 milljónir dollara fyrir fimm ára samning.

Deron Williams tilkynnti þetta á twittersíðu sinni í kvöld en hann þykir einn af bestu leikstjórnendum NBA-deildarinnar. Næsta tímabil verður fyrsta tímabil Nets undir nýju nafni en félagið spilar nú í Brooklyn og heitir hér eftir Brooklyn Nets.

Deron Williams hefur spilað undanfarið eitt og hálft tímabil með New Jersey Nets eftir að hann kom þangað frá Utah Jazz. Williams var neð 21,0 stig og 8,7 stoðsendingar að meðaltali með liðinu á síðasta tímaili.

Williams er 28 ára og 191 sentimetra leikstjórnandi sem hefur verið í NBA-deildinni frá árinu 2005.

Það hefur verið mikið í gangi síðustu daga hjá Brooklyn Nets en liðið fékk stjörnubakvörðinn Joe Johnson í skiptum frá Atlanta Hawks í gær og lét í staðinn fimm leikmenn: Anthony Morrow, Jordan Farmar, DeShawn Stevenson, Jordan Williams og Johan Petro.

Brooklyn Nets er einnig búið að gera samning við framherjann Gerald Wallace en það þykir ekki lengur líklegt að stjörnumiðherjinn Dwight Howard endi í Brooklyn Nets eins og Howard sjálfur dreymir um.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×