Körfubolti

Hugsanlega síðustu Ólympíuleikarnir hjá NBA-stjörnunum

Kobe og félagar fagna sigri í Peking.
Kobe og félagar fagna sigri í Peking.
Svo gæti farið að á ÓL í London í sumar fái fólk í síðasta skipti sjá NBA-stjörnur keppa á leikunum. David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, er ekki hrifinn af því að stjörnur deildarinnar taki þátt.

Yfirmenn NBA-deildarinnar munu fara yfir málið á næstu mánuðum og taka ákvörðun í framhaldinu. Stern sjálfur er sagður vilja sjá lið með 23 ára og yngri.

NBA fær engar tekjur af þáttöku liðsins á Ólympíuleikunum og það er sagt spila rullu í afstöðu Stern.

Það eru 20 ár síðan NBA-stjörnur tóku fyrst þátt á Ólympíuleikunum. Það var ekkert smá lið sem mætti til Barcelona en í því liði voru menn eins og Michael Jordan, Magic Johnson og Larry Bird.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×