Hagstjórnarspaðarnir Magnús Halldórsson skrifar 29. júní 2012 17:30 Hagspár gefa stundum góða vísbendingu um það sem koma skal í efnahagsmálum. En ekki alltaf. Lars Christiansen, hagfræðingur hjá Danske Bank, kom hingað til lands í fyrra og birti spá um þróun efnahagsmála og kynnti hana á fundi á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka. Helstu atriðin voru þessi:1. Landsframleiðsla myndi vaxa um 3 til 4 prósent á ári fram til 2014, þar af 2,9 prósent 2011. Reyndin 2,4 í fyrra, þannig að þetta er ekki svo fjarri lagi. Spá Seðlabankans er svipuð.2. Verðbólga verði yrði undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans 2011 til 2013. Þetta hefur ekki gengið eftir. Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og fór í 6,5 prósent fyrr á árinu, þvert á spá Christiansen. Verðbólgumarkið Seðlabankans er reyndar ekki ofarlega í huga Íslendinga, svo víðsfjarri er það yfirleitt raunveruleikanum.3. Spá Christiansen gerði ráð fyrir því að atvinnuleysi myndi aukast samhliða hagvaxtarskeiðinu. Vaxa úr átta prósent 2011 í 9,4 prósent 2013. Þetta virðist ekki ætla að ganga eftir. Í spá Christiansen er þetta reyndar stutt með litlum sem engum rökum, einungis því að allt bendi til þess að atvinnuleysi muni aukast og verða í kringum 10 prósent á spátímanum. Í sögulegu samhengi er þetta óskiljanleg spá hjá Christiansen, í ljósi þess að atvinnuleysi á Íslandi hefur alltaf verið mjög lítið í venjulegu árferði, í alþjóðlegum samanburði. Sérstaklega þegar hagvöxtur er viðvarandi. Viðspyrnan frá botni eftir hrun er líka eitthvað sem ætti frekar að draga hratt úr atvinnuleysi, hefði maður haldið, en forsendurnar fyrir spánni hjá Christiansen virðast ekki gera ráð fyrir því. Staðan núna er í það minnsta þannig að atvinnuleysið mælist 5,6 prósent, með því minnsta í Evrópu, og útlit er fyrir að það fari hratt minnkandi á næstu tveimur árum, einkum ef að áætluð uppbyggingaráform hins opinbera og einkaaðila ganga eftir. Umræðan um hvort kreppan sé búin mætti kannski frekar snúist um hvert hagkerfið stefnir eftir hrunið. Samdrátturinn er augljóslega að baki og uppbyggingartímabil tekið við. Fjárfestingar, sem miklar líkur eru á að verði að veruleika, á vegum hins opinbera og einkaaðila, benda til þess að mikið vaxtarskeið sé framundan, svo ekki sé nú meira sagt. Nokkur atriði bera þar hæst.Íslenska ríkið áformar að ráðast í byggingu nýs landspítala á næstu árum í áföngum. Sú uppbygging mun kosta 50 til 60 milljarða miðað við verðlag þessa árs skv. áætlunum. Hún hefur víðtæk efnahagsleg áhrif og skapar fjölmörg störf á uppbyggingartíma.Samkvæmt fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar mun verða ráðist í 88 milljarða opinberar framkvæmdir, þar á meðal jarðgangagerð, stuðning við rannsóknar- og tækniþróunarsjóð og stórfellda uppbyggingu á leiguíbúðum. Samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins er gert ráð fyrir 40 milljörðum í uppbyggingu á leiguíbúðum á árunum 2013 til 2015, en fjárfestingaáætlunin sjálf, sem fjármögnuð verður meðal annars með sköttum á sjávarútveg og sölu á hlutum í endurreistu bönkunum, er upp á 39 milljarða. Inn í því eru m.a. Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng.Hreyfing er á Helguvíkurálveri Norðuráls, eins og greint hefur verið frá í fréttum Stöðvar 2. Meiri líkur enn minni eru nú á því að álver verði reist þar, þó síðar verði. Það mun hafa mikil áhrif á Suðurnesjum, vitanlega. Skapa nokkur hundruð varanleg störf.Landsvirkjun er að vinna að því að fá tvo stóra kaupendur raforku sem byggja munu upp starfsemi á Bakka við Húsavík, og hafa samningar vegna þessa þegar verið undirritaðir við Thorsil og þýska félagið PCC. Jarðhitavirkjanaframkvæmdir á Norð-Austurlandi í tengslum við þessi áform eru miklar að umfangi. Heildarfjárfestingar vegna þessara vinnustaða á Bakka, virkjana og línulagna, nema yfir 100 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Ekki er heldur útilokað að jafnvel fleiri fyrirtæki byggi upp starfsemi á Bakka, og úr verði iðnfyrirtækjagarður þegar fram í sækir. Varanleg bein störf samkvæmt áætlunum, með afleiddri þjónustu, er 400 til 500 störf.Vaðlaheiðargöng, upp á 8,7 milljarða samkvæmt áætlunum, verða byggð upp og tilbúin árið 2015 til 2016, eða um svipað leyti og fyrirtækin á Bakka verða komin með full afköst í sinni starfsemi.Marriot-hótel verður reist við hlið Hörpunnar, en vonir standa til þess að samningur um það verði frágenginn um miðjan júlí, eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2. Byggingin verður í eigu svissneska félagsins World Leisure Investment, en í henni verður rekið hótel undir merkjum Marriot. Hótelið verður langsamlega dýrasta hótel landsins, en áætlað er að fjárfestingin verði upp á um 10 milljarða króna. Til samanburðar er það um þrefalt virði byggingarinnar sem hýsir Hilton hótel Nordica. Þetta mun setja mikinn svip á miðborgina og jafnvel opna tækifæri fyrir þjónustu, sem ekki sjást nú.Samhliða þessu standa vonir til þess að fjöldi ferðamanna á ári muni vaxa úr 560 þúsund í fyrra í eina milljón eftir fimm ár. Þetta mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu gistirýmis og þjónustu augljóslega, og fjölga störfum.Síðan er það kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sem sveitarfélög á Norðurlandi eiga nú í samningaviðræðum við vegna uppbygginar ferðaþjónustu fyrir um 30 milljarða króna á Grímsstöðum á fjöllum og víðar. Hugmynd er uppi um að Láta Nubo staðgreiða leigu áratugi fram í tímann, og eyða þar með allri áhættu sveitarfélaga strax. Sveitarfélögin virðast hafa það í hendi sér hvort þetta gengur eftir eða ekki, og þá hvernig uppbyggingin verður. Þetta gæti haft víðtæk áhrif á Norðurlandi, og yrði langsamlega umfangsmesta erlenda fjárfesting í ferðþjónustu hér á landi í sögunni. Varðandi virkjanaframkvæmdirnar þá er stóra spurningin hvernig fjármögnun þeirra verður háttað á næstu árum. Hugsanlega er skynsamlegt að útfæra fjármögnunina þannig, að lífeyrissjóðirnir fjármagni þessi verkefni, ásamt aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðirnir eru með 160 milljarða inn á innlánsreikningum sem gætu nýst í þessa fjárfestingu, sem er auk þess ígildi erlendrar eignar þar sem tekjustraumarnir á bak við virkjanirnar eru í erlendri mynt. Hugsanlega er þessi leið betri en að fjármagna virkjanirnar með erlendu lánsfé, ekki síst þar sem ekki er hægt að búast við því að vaxtakjörin erlendis verði hagstæð á næstu misserum fyrir orkufyrirtækin. Auk þess er nú ekki verra að vaxtakostnaðurinn haldist í landinu og renni óbeint til almennings, sjóðsfélaga. Þessi atriði hér að ofan, sem eru öll áform um fjárfestingar innan næstu fimm ára, virðast fremur benda til þess að nánast fordæmalaust uppbyggingartímabil sé framundan hér á landi. Það þarf að halda vel á hagstjórnarspöðunum, held ég að sé óhætt að segja, ekki síst í ljósi gjaldeyrishafta og áforma um að afnema þau á næsta ári eða því þar næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Hagspár gefa stundum góða vísbendingu um það sem koma skal í efnahagsmálum. En ekki alltaf. Lars Christiansen, hagfræðingur hjá Danske Bank, kom hingað til lands í fyrra og birti spá um þróun efnahagsmála og kynnti hana á fundi á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka. Helstu atriðin voru þessi:1. Landsframleiðsla myndi vaxa um 3 til 4 prósent á ári fram til 2014, þar af 2,9 prósent 2011. Reyndin 2,4 í fyrra, þannig að þetta er ekki svo fjarri lagi. Spá Seðlabankans er svipuð.2. Verðbólga verði yrði undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans 2011 til 2013. Þetta hefur ekki gengið eftir. Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og fór í 6,5 prósent fyrr á árinu, þvert á spá Christiansen. Verðbólgumarkið Seðlabankans er reyndar ekki ofarlega í huga Íslendinga, svo víðsfjarri er það yfirleitt raunveruleikanum.3. Spá Christiansen gerði ráð fyrir því að atvinnuleysi myndi aukast samhliða hagvaxtarskeiðinu. Vaxa úr átta prósent 2011 í 9,4 prósent 2013. Þetta virðist ekki ætla að ganga eftir. Í spá Christiansen er þetta reyndar stutt með litlum sem engum rökum, einungis því að allt bendi til þess að atvinnuleysi muni aukast og verða í kringum 10 prósent á spátímanum. Í sögulegu samhengi er þetta óskiljanleg spá hjá Christiansen, í ljósi þess að atvinnuleysi á Íslandi hefur alltaf verið mjög lítið í venjulegu árferði, í alþjóðlegum samanburði. Sérstaklega þegar hagvöxtur er viðvarandi. Viðspyrnan frá botni eftir hrun er líka eitthvað sem ætti frekar að draga hratt úr atvinnuleysi, hefði maður haldið, en forsendurnar fyrir spánni hjá Christiansen virðast ekki gera ráð fyrir því. Staðan núna er í það minnsta þannig að atvinnuleysið mælist 5,6 prósent, með því minnsta í Evrópu, og útlit er fyrir að það fari hratt minnkandi á næstu tveimur árum, einkum ef að áætluð uppbyggingaráform hins opinbera og einkaaðila ganga eftir. Umræðan um hvort kreppan sé búin mætti kannski frekar snúist um hvert hagkerfið stefnir eftir hrunið. Samdrátturinn er augljóslega að baki og uppbyggingartímabil tekið við. Fjárfestingar, sem miklar líkur eru á að verði að veruleika, á vegum hins opinbera og einkaaðila, benda til þess að mikið vaxtarskeið sé framundan, svo ekki sé nú meira sagt. Nokkur atriði bera þar hæst.Íslenska ríkið áformar að ráðast í byggingu nýs landspítala á næstu árum í áföngum. Sú uppbygging mun kosta 50 til 60 milljarða miðað við verðlag þessa árs skv. áætlunum. Hún hefur víðtæk efnahagsleg áhrif og skapar fjölmörg störf á uppbyggingartíma.Samkvæmt fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar mun verða ráðist í 88 milljarða opinberar framkvæmdir, þar á meðal jarðgangagerð, stuðning við rannsóknar- og tækniþróunarsjóð og stórfellda uppbyggingu á leiguíbúðum. Samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins er gert ráð fyrir 40 milljörðum í uppbyggingu á leiguíbúðum á árunum 2013 til 2015, en fjárfestingaáætlunin sjálf, sem fjármögnuð verður meðal annars með sköttum á sjávarútveg og sölu á hlutum í endurreistu bönkunum, er upp á 39 milljarða. Inn í því eru m.a. Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng.Hreyfing er á Helguvíkurálveri Norðuráls, eins og greint hefur verið frá í fréttum Stöðvar 2. Meiri líkur enn minni eru nú á því að álver verði reist þar, þó síðar verði. Það mun hafa mikil áhrif á Suðurnesjum, vitanlega. Skapa nokkur hundruð varanleg störf.Landsvirkjun er að vinna að því að fá tvo stóra kaupendur raforku sem byggja munu upp starfsemi á Bakka við Húsavík, og hafa samningar vegna þessa þegar verið undirritaðir við Thorsil og þýska félagið PCC. Jarðhitavirkjanaframkvæmdir á Norð-Austurlandi í tengslum við þessi áform eru miklar að umfangi. Heildarfjárfestingar vegna þessara vinnustaða á Bakka, virkjana og línulagna, nema yfir 100 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Ekki er heldur útilokað að jafnvel fleiri fyrirtæki byggi upp starfsemi á Bakka, og úr verði iðnfyrirtækjagarður þegar fram í sækir. Varanleg bein störf samkvæmt áætlunum, með afleiddri þjónustu, er 400 til 500 störf.Vaðlaheiðargöng, upp á 8,7 milljarða samkvæmt áætlunum, verða byggð upp og tilbúin árið 2015 til 2016, eða um svipað leyti og fyrirtækin á Bakka verða komin með full afköst í sinni starfsemi.Marriot-hótel verður reist við hlið Hörpunnar, en vonir standa til þess að samningur um það verði frágenginn um miðjan júlí, eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2. Byggingin verður í eigu svissneska félagsins World Leisure Investment, en í henni verður rekið hótel undir merkjum Marriot. Hótelið verður langsamlega dýrasta hótel landsins, en áætlað er að fjárfestingin verði upp á um 10 milljarða króna. Til samanburðar er það um þrefalt virði byggingarinnar sem hýsir Hilton hótel Nordica. Þetta mun setja mikinn svip á miðborgina og jafnvel opna tækifæri fyrir þjónustu, sem ekki sjást nú.Samhliða þessu standa vonir til þess að fjöldi ferðamanna á ári muni vaxa úr 560 þúsund í fyrra í eina milljón eftir fimm ár. Þetta mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu gistirýmis og þjónustu augljóslega, og fjölga störfum.Síðan er það kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sem sveitarfélög á Norðurlandi eiga nú í samningaviðræðum við vegna uppbygginar ferðaþjónustu fyrir um 30 milljarða króna á Grímsstöðum á fjöllum og víðar. Hugmynd er uppi um að Láta Nubo staðgreiða leigu áratugi fram í tímann, og eyða þar með allri áhættu sveitarfélaga strax. Sveitarfélögin virðast hafa það í hendi sér hvort þetta gengur eftir eða ekki, og þá hvernig uppbyggingin verður. Þetta gæti haft víðtæk áhrif á Norðurlandi, og yrði langsamlega umfangsmesta erlenda fjárfesting í ferðþjónustu hér á landi í sögunni. Varðandi virkjanaframkvæmdirnar þá er stóra spurningin hvernig fjármögnun þeirra verður háttað á næstu árum. Hugsanlega er skynsamlegt að útfæra fjármögnunina þannig, að lífeyrissjóðirnir fjármagni þessi verkefni, ásamt aflandskrónueigendum. Lífeyrissjóðirnir eru með 160 milljarða inn á innlánsreikningum sem gætu nýst í þessa fjárfestingu, sem er auk þess ígildi erlendrar eignar þar sem tekjustraumarnir á bak við virkjanirnar eru í erlendri mynt. Hugsanlega er þessi leið betri en að fjármagna virkjanirnar með erlendu lánsfé, ekki síst þar sem ekki er hægt að búast við því að vaxtakjörin erlendis verði hagstæð á næstu misserum fyrir orkufyrirtækin. Auk þess er nú ekki verra að vaxtakostnaðurinn haldist í landinu og renni óbeint til almennings, sjóðsfélaga. Þessi atriði hér að ofan, sem eru öll áform um fjárfestingar innan næstu fimm ára, virðast fremur benda til þess að nánast fordæmalaust uppbyggingartímabil sé framundan hér á landi. Það þarf að halda vel á hagstjórnarspöðunum, held ég að sé óhætt að segja, ekki síst í ljósi gjaldeyrishafta og áforma um að afnema þau á næsta ári eða því þar næsta.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun