Körfubolti

Miami komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Oklahoma

Wade fagnar í nótt.
Wade fagnar í nótt. vísir/getty
Þeir voru ansi margir sem afskrifuðu lið Miami Heat fyrir úrslitarimmuna gegn Oklahoma í NBA-deildinni. Það var engin innistæða fyrir slíkum yfirlýsingum eins og Miami hefur sýnt í úrslitunum. Heat er komið í 2-1 í einvíginu og hefur verið sterkara liðið lengstum í öllum leikjunum.

Miami vann í nótt, 91-85, þar sem LeBron James fór á kostum með 29 stig og 14 fráköst. Að þessu sinni kom Miami til baka eftir að hafa lent tíu stigum undir. Oklahoma hefur verið meira í því í þessu einvígi. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami.

Litlu munaði á liðunum undir lokin og þegar allt var undir dró James vagninn fyrir Miami á meðan Kevin Durant nýtti ekki sín skot fyrir Oklahoma.

"Við vorum grimmir og erum farnir að finna nýjar leiðir til þess að vinna leiki. Við náðum að stöðva þá og settum niður réttu skotin," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.

Oklahoma var að hitta illa af vítalínunni (15 af 24), liðið gaf aðeins átta stoðsendingar og Durant lenti snemma í villuvandræðum. Hann var samt stigahæstur með 25 stig og Russell Westbrook skoraði 19.



Þeir voru ansi margir sem afskrifuðu lið Miami Heat

fyrir úrslitarimmuna gegn Oklahoma í NBA-deildinni.

Það var engin innistæða fyrir slíkum yfirlýsingum eins

og Miami hefur sýnt í úrslitunum. Heat er komið í 2-1

í einvíginu og hefur verið sterkara liðið lengstum í

öllum leikjunum.

Miami vann í nótt, 91-85, þar sem LeBron James fór á

kostum með 29 stig og 14 fráköst. Að þessu sinni kom

Miami til baka eftir að hafa lent tíu stigum undir.

Oklahoma hefur verið meira í því í þessu einvígi.

Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami.

Litlu munaði á liðunum undir lokin og þegar allt var

undir dró James vagninn fyrir Miami á meðan Kevin

Durant nýtti ekki sín skot fyrir Oklahoma.

"Við vorum grimmir og erum farnir að finna nýjar

leiðir til þess að vinna leiki. Við náðum að stöðva þá

og settum niður réttu skotin," sagði Erik Spoelstra,

þjálfari Miami.

Oklahoma var að hitta illa af vítalínunni (15 af 24),

liðið gaf aðeins átta stoðsendingar og Durant lenti

snemma í villuvandræðum. Hann var samt stigahæstur með

25 stig og Russell Westbrook skoraði 19.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×