Körfubolti

Ótrúleg frammistaða Rondo dugði ekki til fyrir Boston

Garnett svekktur í nótt.
Garnett svekktur í nótt.
Miami Heat er komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics í úrslitum Austurdeildar NBA eftir dramatískan sigur, 115-111, í framlengdum leik í nótt.

Boston lék frábærlega í nótt og þá sérstaklega Rajon Rondo sem skoraði 44 stig sem er það mesta sem hann hefur gert á ferlinum. Hann gaf einnig 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst ásamt því að spila allan tímann. Lygileg frammistaða. Því miður fyrir Boston dugði þessi magnaða frammistaða ekki til.

LeBron James stigahæstur hjá Miami með 34 stig og 10 fráköst.

Boston byrjaði leikinn með látum og náði mest 15 stiga forskoti en Miami saxaði það forskot niður í 7 stig fyrir hlé. Ray Allen tryggði Boston framlengingu með þriggja stiga skoti er 34 sekúndur voru eftir. JAmes klúðraði tveimur skotum í lokin.

James og Dwyane Wade tóku þó málin í sínar hendur í framlengingunni og lokuðu þessum leik fyrir Miami.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×