Körfubolti

Kobe Bryant í liði ársins í tíunda skiptið á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AP
Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, var valinn í lið ársins í NBA-deildinni í tíunda sinn á ferlinum en hann er í hópi fimm bestu leikmanna deildarinnar að mati blaðamanna sem skrifa um NBA-deildina. Með Bryant í úrvalsliðinu eru þeir LeBron James, Kevin Durant, Chris Paul og Dwight Howard.

Bryant komst þar með í hóp með mönnum eins og Kareem Abdul-Jabbar, Elgin Baylor, Bob Cousy, Michael Jordan, Bob Pettit, og Jerry West en þeir voru allir tíu sinnum í úrvalsliði ársins. Karl Malone á hinsvegar metið en hann var ellefu sinnum valinn í lið ársins.

LeBron James var kosinn besti leikmaður deildarinnar og hann fékk líka atkvæði frá 118 af 120 blaðamönnum í fyrsta úrvalsliðið.

Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðin þrjú en eins og áður var valið fyrsta, annað og þriðja úrvalslið tímabilsins.

Fyrsta úrvalslið NBA 2011-12:

LeBron James, Miami Heat

Kevin Durant, Oklahoma City Thunder

Dwight Howard, Orlando Magic

Kobe Bryant, Los Angeles Lakers

Chris Paul, Los Angeles Clippers

Annað úrvalslið NBA 2011-12:

Kevin Love, Minnesota Timberwolves

Blake Griffin, Los Angeles Clippers

Andrew Bynum, Los Angeles Lakers

Tony Parker, San Antonio Spurs

Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder

Þriðja úrvalslið NBA 2011-12:

Carmelo Anthony, New York Knicks

Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks

Tyson Chandler, New York Knicks

Dwyane Wade, Miami Heat

Rajon Rondo, Boston Celtics

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×