Körfubolti

Miami sendi Knicks í frí | Memphis enn á lífi

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Miami sendi New York í frí á meðan Memphis hélt lífi í rimmu sinni gegn Clippers.

LeBron James skoraði 29 stig og Dwyane Wade 19 er Miami sendi Knicks í sumarfrí. Miami með leikinn í sínum höndum allan tímann. Carmelo Anthony einu sinni sem oftar allt í öllu hjá Knicks með 35 stig.

Memphis barðist grimmilega í nótt og var yfir nær allan leikinn gegn Clippers. Þeir stóðust þess utan öll áhlaup liðsins.

Það er mikið áhyggjuefni fyrir Clippers að bæði Blake Griffin og Chris Paul gátu ekki spilað í fjórða leikhluta vegna meiðsla. Meiðslin eru ekki alvarleg og þeir verða væntanlega báðir með í næsta leik.

Úrslit (staða í einvígi):

Miami-NY Knicks  106-94 (4-1)

Memphis-LA Clippers  92-80 (2-3)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×