Körfubolti

Bulls hent í frí | Lakers á leið í oddaleik

Kobe spilaði hundveikur í nótt.
Kobe spilaði hundveikur í nótt.
Chicago Bulls var með besta árangur allra liða í deildarkeppni NBA-deildarinnar en þrátt fyrir það er liðið úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Philadelphia 76ers gerði sér lítið fyrir og henti Bulls úr úrslitakeppninni í nótt. Bulls hefur ekki höndlað það að spila án Derrick Rose í úrslitakeppninni og er því komið í frí.

Andre Iguodala skoraði sigurstigin af vítalínunni þegar 2,2 sekúndur voru eftir. Þetta er í fyrsta sinn síðan leiktíðina 2002-03 sem liðið kemst í aðra umferð úrslitakeppninnar.  Luol Deng og Richard Hamilton stigahæstir hjá Bulls með 19 stig báðir.

LA Lakers þarf að mæta Denver í oddaleik eftir skell í Denver í nótt. Nuggets byrjaði leikinn 13-0 og leit aldrei til baka. Ty Lawson skoraði 32 stig fyrir Denver og Corey Brewer setti 18 stig.

Kobe Bryant spilaði leikinn fárveikur en skoraði samt 31 stig. Það er huggun harmi gegn fyrir Lakers að Heimsfriðurinn mætir aftur eftir leikbann í oddaleiknum.

Boston henti svo Atlanta í frí. Kevin Garnett sterkur fyrir Boston með 28 stig og 14 fráköst.

Úrslit (staða í einvígi):

Philadelphia-Chicago  79-78 (4-2)

Boston-Atlanta  83-80 (4-2)

Denver-LA Lakers  113-96 (3-3)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×