Formúla 1

Schumacher fær fimm sæta refsingu

Birgir Þór Harðarson skrifar
Brautarstarfsmenn þurftu að draga Mercedes-bíl Schumachers úr malargryfunni.
Brautarstarfsmenn þurftu að draga Mercedes-bíl Schumachers úr malargryfunni. mynd/ap
Michael Schumacher fær fimm sæta refsingu á ráslínu í kappakstrinum í Mónakó eftir tvær vikur. Schumacher var talinn brotlegur þegar hann ók aftan á Bruno Senna í spænska kappakstrinum í gær.

Schumacher ók aftan á Senna þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu breygju í brautinni. Hemlunarvegalengd Schumachers var mun styttri þar sem hann var á nánast óslitnum dekkjum og Senna bremsaði því mun fyrr en Schumacher bjóst við. Báðir þurftu að hætta keppni í kjölfar árekstursins.

Heimsmeistarinn sjöfaldi vildi meina að Senna hefði verið brotlegur þar sem hann "hindraði Schumachers ólöglega". Senna fullyrti þó að um keppnisóhapp (e. racing incident) væri að ræða.

Það ætlar ekki af Michael að ganga. Hann hefur aldrei hafið keppnistímabil eins illa á ferlinum og í ár. Hægt er að gera ráð fyrir að erfitt sé að standa undir væntingum þegar maður er Michael Schumacher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×