Körfubolti

Miami 2-0 yfir gegn New York | Stoudemire missti stjórn á skapi sínu

LeBron James og Carmelo Anthony eigast við í leiknum í nótt.
LeBron James og Carmelo Anthony eigast við í leiknum í nótt. AP
Miami Heat er með góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni í körfubolta eftir 104-94 sigur gegn New York Knicks á heimavelli. Miami er 2-0 yfir en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Austurdeildar. Amar'e Stoudemire, einn besti leikmaður New York, slasaðist á hendi eftir leikinn og er útlitið því ekki gott fyrir þriðja leikinn sem fram fer í New York.

Stoudemire skar sig þegar hann fékk útrás fyrir reiði sína á blásaklausum eldvarnarútbúnaði við búningsklefa liðsins. Framherjinn braut glerplötu með þeim afleiðingum að hann skar sig nokkuð illa og var hann með miklar umbúðir á hendinni þegar hann yfirgaf Madison Square Garden.

Hann baðst síðan afsökunar á hegðun sinni á Twitter síðu sinni. „Ég vil biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn afsökunar. Ég er ekki stoltur af því sem ég gerði," skrifaði Stoudemire sem skoraði 18 stig í leiknum og tók fráköst. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir New York.

Dwyane Wade skoraði 25 stig fyrir heimamenn, Chris Bosh bætti við 21 og LeBron James var með 19 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst.

New York hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni frá árinu 2001 og var þetta 12. tapleikur liðsins í röð í úrslitakeppni. Samkvæmt síðustu fregnum er ólíklegt að Stoudamire leiki þriðja leikinn sem fram fer á fimmtudaginn.

Indiana jafnað metin gegn Orlando með 93-78 sigri á heimavelli. Staðan er því 1-1 og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli Orlando.

Þrír leikir fara fram í úrslitakeppninni í kvöld:

Vesturdeild:

LA Lakers - Denver (1-0)

Austurdeild:

Chicago - Philadelphia (1-0)

Atlanta - Boston (1-0)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×