Körfubolti

Stoudemire þurfti í aðgerð vegna bræðiskastsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Amare Stoudemire, leikmaður New York, spilar líklega ekki meira á tímabilinu. Hann slasaði sig á hendi eftir að hafa slegið í glerkassa utan um slökkvitæki í bræðiskasti eftir tap sinna manna gegn Miami á dögunum.

New York er 2-0 undir í rimmunni gegn Miami og er ljóst að Stoudemire missir af þriðja leik liðanna á fimmtudagskvöldið. Hann þurfti að fara í aðgerð vegna meiðslanna og er sagður tæpur fyrir fjórða leik liðanna í rimmunni á sunnudaginn.

Ef af líkum lætur mun Miami vinna seríuna 4-0 og því eru líkur taldar á því að Stoudemire muni ekki spila meira á tímabilinu. Það hefur verið erfitt fyrir hann en hann hefur í raun aldrei náð sér á strik eftir að bróðir hans lést af slysförum fyrr í vetur.

Hann baðst afsökunar á athæfinu á Twitter-síðu sinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×