Körfubolti

Memphis jafnaði metin gegn LA Clippers | San Antonio með yfirburði

OJ Maoy var stigahæstur í liði Memphis. Mo Williams er hér til varnar.
OJ Maoy var stigahæstur í liði Memphis. Mo Williams er hér til varnar. AP
Memphis náði að jafna metin gegn LA Clippers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í nótt með 105-98 sigri á heimavelli. San Antonio styrkti stöðu sína gegn Utah með 114-83 sigri á heimavelli og er San Antonio 2-0 yfir. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Vesturdeildar.

O.J. Mayo skoraði 10 af alls 20 stigum sínum í fjórða og síðasta leikhluta fyrir Memphis. Í fyrsta leiknum vann Clippers upp 27 stiga forskot heimamanna. Rudy Gay skoraði 21 stig fyrir Memphis en sex leikmenn liðsins náðu að skora 10 stig eða meira.Mike Conley had 19, Zach Randolph 15, Marreese Speights 11 og Tony Allen 10.

Stjörnuleikmaðurinn Chris Paul var stigahæstur í liði Clippers með 29 stig, Blake Griffin skoraði 22, Mo Williams og Nick Young voru báðir með 11 stig.

Tony Parker skoraði 18 stig fyrir San Antonio í 114-83 sigri liðsins gegn Utah. Gregg Popovich, þjálfari ársins í NBA deildinni, sá sína menn skora 20 stig í röð án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig í öðrum leikhluta. Og þar með voru úrslitin nánast ráðin. Helstu stjörnur Utah voru langt frá sínu besta, Al Jefferson skoraði 10 stig og Paul Millsap var með aðeins 9 stig.

Utah hefur ekki tapað með meiri mun í úrslitakeppninni frá því í úrslitum NBA deildarinnar árið 1998 þar sem Chicago Bulls sigraði með 42 stiga mun.

Tim Duncan skoraði 12 stig og tók 13 fráköst fyrir San Antonio. Kawhi Leonard skoraði 17 stig fyrir San Antonio. Næsti leikur er á laugardaginn í Sal Lake City.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×