Körfubolti

Indiana með góðan útisigur gegn Orlando

Danny Granger leikmaður Indiana ver hér skot frá tyrkneska landsliðsmanninum Hedo Turkoglu.
Danny Granger leikmaður Indiana ver hér skot frá tyrkneska landsliðsmanninum Hedo Turkoglu. AP
Indiana er með 2-1 forskot gegn Orlando í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Indiana náði að landa góðum sigri á heimavelli Orlando í nótt, 97-74. Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert skoraði 18 og tók 10 fráköst.

Þar með náði Indiana heimaleikjaréttinum á ný eftir að hafa tapað öðrum leiknum á heimavelli gegn Orlando. Dwight Howard, besti leikmaður Orlando, er ekki með liðinu í úrslitakeppninni en hann fór í aðgerð á baki nýverið.

Indiana náði 29 stiga forskoti í fjórða leikhluta en liðið hefur skorað 81 stig gegn 43 í þriðja leikhluta í þremur fyrstu leikjunum.

Glen Davis var stigahæstur í liði Orlando með 22 stig og J.J. Redick skoraði 13.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×