Körfubolti

Tyson Chandler varnarmaður ársins í NBA deildinni

Mike Woodson þjálfari New York og Tyson Chandler.
Mike Woodson þjálfari New York og Tyson Chandler. AP
Miðherjinn Tyson Chandler var í gær útnefndur varnarmaður ársins í NBA deildinni í körfubolta en hann leikur með hinu sögufræga liði New York Knicks. Chandler er fyrsti leikmaðurinn í sögu New York sem fær þessa viðukenningu.

Chandler fékk alls 311 stig þar af 45 atkvæði í fyrsta sæti. Íþróttafréttamenn í Kanada og Bandaríkjunum sem standa að þessu kjöri og alls voru 121 á kjörskrá.

Serge Ibaka leikmaður Oklahoma varð annar í kjörinu með 294 stig Dwight Howard frá Orlando Magic varð þriðji með 186 stig.

Chandler varð þriðji í þessu kjöri í fyrra en þá var hann leikmaður Dallas Mavericks en hann fór til New York í leikmannaskiptum í desember s.l. Á þessu ári hefur hann varið 1,4 skot að meðaltali og tekið 9,9 fráköst að meðaltali í 62 leikjum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×