Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað Magnús Halldórsson skrifar 4. maí 2012 23:03 Mark Zuckerberg er skráður fyrir eignarhlut í Facebook sem er 25 milljarða dala virði í dag. Það gerir hann að einum af tíu ríkustu mönnum heims. Við skráninguna á markað gætu eignir hans hækkað hratt. Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu. Stjórnendur Facebook, með forstjórann og stærsta eigandann Mark Zuckerberg fremstan í flokki, kynntu skráningarferlið fyrir fjárfestum fyrr í vikunni og kom þá fram að hlutir í félaginu verði verðlagðir á bilinu 28 til 35 dali á hlut en það þýðir að markaðsvirði félagsins er við skráningu áætlað 85 til 95 milljarðar dala, eða sem nemur ríflega þúsund til 1.200 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að hagnaður Facebook í fyrra var einn milljarður dala, og því er markaðsvirði fyrirtækisins áætlað 85 til 95 faldur árlegur hagnaður, sem mörgum finnst vera hátt verð.900 milljónir notenda Notendafjöldi Facebook er gríðarlegur á heimsvísu, eða ríflega 900 milljónir manna. Enginn samfélagsmiðill hefur náð nándar nærri eins mikilli útbreiðslu. Tekjur Facebook hafa vaxið hröðum skrefum og voru 4,2 milljarða dala í fyrra. Eins milljarðs dala hagnaður, af 4,2 milljarða tekjum, hefur sannfært fjárfesta um að rekstrarmódelið sé heilbrigt og miklir möguleikar séu á vexti. Þeir felast fyrst og fremst í ótrúlegu magni markaðsupplýsinga og aðgangs að notendur Facebook, en auglýsendur geta með auðveldum hætti nálgast stóra hópa inn á Facebook sem erfitt hefur verið að nálgast beint til þessa. Facebook hefur ekki nýtt sér þessar leiðir til tekjuöflunar nema að litlu leyti, og því er almennt álitið að efnahagur fyrirtækisins muni vaxa hratt á næstu árum.Google næst á eftir Stærsta skráning netfyrirtækis til þessa er skráning Google árið 2003 en þá var markaðsvirði félagsins 24 milljarða dala. Facebook og Google, sem bæði byggja afkomu sína fyrst og fremst á auglýsingasölu, eru þegar orðnir harðir keppinautar, m.a. á farsímamarkaði. Facebook keypti nýverið myndasamfélagsmiðilinn Instagram fyrir einn milljarða dala, en það var liður í því að stækka notendahóp Facebook í farsímum. Instagram getur tengst Facebook og hefur notendahópurinn ekki síst vaxið sökum þess. Tæplega 500 milljónir manna á heimsvísu nota Facebook einu sinni í mánuði. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu. Stjórnendur Facebook, með forstjórann og stærsta eigandann Mark Zuckerberg fremstan í flokki, kynntu skráningarferlið fyrir fjárfestum fyrr í vikunni og kom þá fram að hlutir í félaginu verði verðlagðir á bilinu 28 til 35 dali á hlut en það þýðir að markaðsvirði félagsins er við skráningu áætlað 85 til 95 milljarðar dala, eða sem nemur ríflega þúsund til 1.200 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að hagnaður Facebook í fyrra var einn milljarður dala, og því er markaðsvirði fyrirtækisins áætlað 85 til 95 faldur árlegur hagnaður, sem mörgum finnst vera hátt verð.900 milljónir notenda Notendafjöldi Facebook er gríðarlegur á heimsvísu, eða ríflega 900 milljónir manna. Enginn samfélagsmiðill hefur náð nándar nærri eins mikilli útbreiðslu. Tekjur Facebook hafa vaxið hröðum skrefum og voru 4,2 milljarða dala í fyrra. Eins milljarðs dala hagnaður, af 4,2 milljarða tekjum, hefur sannfært fjárfesta um að rekstrarmódelið sé heilbrigt og miklir möguleikar séu á vexti. Þeir felast fyrst og fremst í ótrúlegu magni markaðsupplýsinga og aðgangs að notendur Facebook, en auglýsendur geta með auðveldum hætti nálgast stóra hópa inn á Facebook sem erfitt hefur verið að nálgast beint til þessa. Facebook hefur ekki nýtt sér þessar leiðir til tekjuöflunar nema að litlu leyti, og því er almennt álitið að efnahagur fyrirtækisins muni vaxa hratt á næstu árum.Google næst á eftir Stærsta skráning netfyrirtækis til þessa er skráning Google árið 2003 en þá var markaðsvirði félagsins 24 milljarða dala. Facebook og Google, sem bæði byggja afkomu sína fyrst og fremst á auglýsingasölu, eru þegar orðnir harðir keppinautar, m.a. á farsímamarkaði. Facebook keypti nýverið myndasamfélagsmiðilinn Instagram fyrir einn milljarða dala, en það var liður í því að stækka notendahóp Facebook í farsímum. Instagram getur tengst Facebook og hefur notendahópurinn ekki síst vaxið sökum þess. Tæplega 500 milljónir manna á heimsvísu nota Facebook einu sinni í mánuði.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira