Webber orðaður við sæti Massa hjá Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 6. maí 2012 06:00 Það er erfitt að vera Mark Webber þegar liðsfélaginn er besti ökuþór í Formúlu 1. nordicphotos/afp Mark Webber, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, er nú orðaður við keppnissæti hjá Ferrari fyrir næsta tímabil. Hann mundi þá aka við hlið Fernando Alonso hjá hinu goðsagnakennda ítalska liði. Jafnvel er talið að Ástralinn sé nú þegar búinn að skrifa undir samning við Ítalina. Liðsfélagi Alonso, Felipe Massa, hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár hjá Ferrari og er talið að Ítalirnir vilji losa sig við hann þegar tímabilið 2012 er yfirstaðið. Margir ökuþórar hafa verið orðaðir við liðið og þá helst Sergio Perez hjá Sauber. "Það virðist vera árviss atburður að fullyrða að Mark sé að fara eitthvað," sagði Christian Horner, liðstjóri Ferrari liðsins við Autosport. "Ég held að það sé óhjákvæmilegt að allir ökuþórar í Formúlu 1 séu orðaðir við keppnissætið við hlið Alonso." Mark Webber hefur verið í skugganum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, undanfarin ár og talinn vera orðinn þreyttur á allri athyglinni sem liðið veitir Vettel fram yfir hann sjálfan. Mark hefur þó ekið betur í ár en liðsfélagi sinn þó hann hafi ekki enn komist á verðlaunapall í ár. Hann hefur endað öll fyrstu mótin í fjórða sæti og sýnt mikla yfirvegun gagnvart vonbrigðunum sem fylgdu verra gengi en búist var við. "Mark hefur ekið vel í fyrstu mótum ársins," sagði Horner ennfremur. "Honum líður vel í bílnum, mætt með nýja nálgun á mótið í ár og það er augljóst að hann er í góðu formi. Fjórum sinnum í fjórðasæti… auðvitað viljum við að hann standi á verðlaunapalli en þetta eru mikilvæg stig sem hann hefur tekið." Samningur Webbers rennur út í lok þessa árs en Horner er viss um að honum líði vel hjá Red Bull. "Við munum setjast yfir þetta mál þegar það á við. Ég hef ekki orðið var við að hann hafi verið í neinum viðræðum." Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mark Webber, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, er nú orðaður við keppnissæti hjá Ferrari fyrir næsta tímabil. Hann mundi þá aka við hlið Fernando Alonso hjá hinu goðsagnakennda ítalska liði. Jafnvel er talið að Ástralinn sé nú þegar búinn að skrifa undir samning við Ítalina. Liðsfélagi Alonso, Felipe Massa, hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár hjá Ferrari og er talið að Ítalirnir vilji losa sig við hann þegar tímabilið 2012 er yfirstaðið. Margir ökuþórar hafa verið orðaðir við liðið og þá helst Sergio Perez hjá Sauber. "Það virðist vera árviss atburður að fullyrða að Mark sé að fara eitthvað," sagði Christian Horner, liðstjóri Ferrari liðsins við Autosport. "Ég held að það sé óhjákvæmilegt að allir ökuþórar í Formúlu 1 séu orðaðir við keppnissætið við hlið Alonso." Mark Webber hefur verið í skugganum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, undanfarin ár og talinn vera orðinn þreyttur á allri athyglinni sem liðið veitir Vettel fram yfir hann sjálfan. Mark hefur þó ekið betur í ár en liðsfélagi sinn þó hann hafi ekki enn komist á verðlaunapall í ár. Hann hefur endað öll fyrstu mótin í fjórða sæti og sýnt mikla yfirvegun gagnvart vonbrigðunum sem fylgdu verra gengi en búist var við. "Mark hefur ekið vel í fyrstu mótum ársins," sagði Horner ennfremur. "Honum líður vel í bílnum, mætt með nýja nálgun á mótið í ár og það er augljóst að hann er í góðu formi. Fjórum sinnum í fjórðasæti… auðvitað viljum við að hann standi á verðlaunapalli en þetta eru mikilvæg stig sem hann hefur tekið." Samningur Webbers rennur út í lok þessa árs en Horner er viss um að honum líði vel hjá Red Bull. "Við munum setjast yfir þetta mál þegar það á við. Ég hef ekki orðið var við að hann hafi verið í neinum viðræðum."
Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira