Körfubolti

Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik.

Indiana er þar með komið með 3-1 forystu í rimmunni en Orlando er án síns besta manns, Dwight Howard, sem spilar ekki meira á tímabilinu.

Glen Davis reyndi þó hvað hann gat í fjarveru Howard og skilaði 24 stigum og ellefu fráköstum. Hann fékk þó tækifæri til að jafna metin í lok framlenginarinnar en skot hans geigaði um leið og leiktíminn rann út.

George Hill hafði þá komið Orlando tveimur stigum yfir af vítalínunni þegar 2,2 sekúndur voru eftir.

Indiana var þó með nítján stiga forystu í fjórða leikhluta en Orlando náði að jafna metin og tryggja sér framlengingu.

David West var með 26 stig í leiknum og Danny Granger 21. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Orlando.

Indiana hefur nú unnið þrjá leiki í röð í rimmunni og getur unnið hana með sigri í leik liðanna á heimavelli á þriðjudagskvöldið.

Nú stendur yfir leikur LA Clippers og Memphis og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×