Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Kristján Hjálmarsson skrifar 5. maí 2012 22:33 Mikael veiddi þennan væna 63 sentimetra urriða þann 1. maí. Baldur Örn á gamlan Nokia síma "Ég náði mér í lítinn verkalýðsdrjóla á 1. maí sem var 63 sentimetrar. Svo fór ég aftur daginn eftir og fékk þá einn 70 sentimetra," segir Mikael Marinó Rivera kennari og veiðimaður. Mikael er einn þeirra sem hefur veitt í Þingvallavatni síðustu daga og er óhætt að segja að veiðimenn hafi verið að gera það gott þar. Eins og Veiðivísir greindi frá fyrir skömmu hafa nokkrir risaurriðar þegar komið á land á Þingvöllum frá því að veiði hófst þar á Verkalýðsdaginn. Cezary Fijalkowski veiddi meðal annars 11 til 13 punda urriða og var sannfærður um að hafa misst einn 17 til18 punda. Mikael fór í samfloti með tveimur félögum sínum en hvorugur þeirra fékk fisk. Þeir létu þó ekki deigan síga og fóru aftur daginn eftir og náðu þá báðir stærri fiskum, 72 og 78 sentimetra löngum. Mikael segir að það hafi tekið dágóða stund að landa fiskunum, sérstaklega þeim stærri. "Seinni fiskurinn var algjört skrímsli. Ég var upp í hálftíma að landa honum. Hinn var mun fljótari að gefast upp." Mikael hefur alltaf haft áhuga á veiði en byrjaði ekki að veiða af krafti fyrr en fyrir um þremur árum. "Ég náði tökum á fluguveiðinni fyrir tveimur árum, gat þá loksins farið að gera þetta eins og maður," segir kennarinn. Á sumrin fer Mikael víða til veiða meðal annars á Snæfellsnesið, Rangárnar og Brynjudalsá. "Brynjan er kannski ekki í uppáhaldi hjá mörgum en mér finnst alltaf gaman að veiða þar og er nú að fara fjórða árið í röð," segir Mikael Marinó. Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
"Ég náði mér í lítinn verkalýðsdrjóla á 1. maí sem var 63 sentimetrar. Svo fór ég aftur daginn eftir og fékk þá einn 70 sentimetra," segir Mikael Marinó Rivera kennari og veiðimaður. Mikael er einn þeirra sem hefur veitt í Þingvallavatni síðustu daga og er óhætt að segja að veiðimenn hafi verið að gera það gott þar. Eins og Veiðivísir greindi frá fyrir skömmu hafa nokkrir risaurriðar þegar komið á land á Þingvöllum frá því að veiði hófst þar á Verkalýðsdaginn. Cezary Fijalkowski veiddi meðal annars 11 til 13 punda urriða og var sannfærður um að hafa misst einn 17 til18 punda. Mikael fór í samfloti með tveimur félögum sínum en hvorugur þeirra fékk fisk. Þeir létu þó ekki deigan síga og fóru aftur daginn eftir og náðu þá báðir stærri fiskum, 72 og 78 sentimetra löngum. Mikael segir að það hafi tekið dágóða stund að landa fiskunum, sérstaklega þeim stærri. "Seinni fiskurinn var algjört skrímsli. Ég var upp í hálftíma að landa honum. Hinn var mun fljótari að gefast upp." Mikael hefur alltaf haft áhuga á veiði en byrjaði ekki að veiða af krafti fyrr en fyrir um þremur árum. "Ég náði tökum á fluguveiðinni fyrir tveimur árum, gat þá loksins farið að gera þetta eins og maður," segir kennarinn. Á sumrin fer Mikael víða til veiða meðal annars á Snæfellsnesið, Rangárnar og Brynjudalsá. "Brynjan er kannski ekki í uppáhaldi hjá mörgum en mér finnst alltaf gaman að veiða þar og er nú að fara fjórða árið í röð," segir Mikael Marinó.
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði