Körfubolti

Fjórtán sigrar í röð hjá Spurs | Clippers vann eftir framlengdan leik

Duncan og félagar voru ekkert að fagna of mikið í nótt.
Duncan og félagar voru ekkert að fagna of mikið í nótt.
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. San Antonio Spurs sópaði Utah í frí og Clippers komst í góða stöðu gegn Memphis.

Það er ekkert lát á góðu gengi öldunganna í San Antonio sem hafa núna unnið 14 leiki í röð. Manu Ginobili steig upp í nótt og skoraði lykilkörfu 19 sekúndum fyrir leikslok. Hann endaði með 17 stig.

"Við hlustum ekki á svona bull. Það er búið að segja þetta í 10 ár," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs, um þá umræðu að liðið sé of gamalt til þess að verða meistari.

Spurs mun líklega spila gegn LA Clippers í næstu umferð enda er Clippers aðeins einum sigri frá því að komast áfram eftir flottan sigur á Memphis í nótt.

Að þessu sinni eftir framlengdan leik og einu sinni sem oftar bar Chris Paul liðið á bakinu. Hann skoraði 8 af 14 stigum liðsins í framlengingunni.

Úrslit (staða í einvígi):

Utah-San Antonio  81-87 (0-4)

LA Clippers-Memphis  101-97 (3-1)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×